Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
20. ágúst 2017 21:24

Ránargil og jarðhýsi

Göngudagur Umf. Æskunnar 2017 verður í samstarfi við Byggðasafn Dalamanna á Laugum og verður á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst kl. 18.

 

Gangan hefst við Sælingsdalslaug og verður gengið fram með Sælingsdalsá. Fyrst verður komið við í „jarðhýsi Ósvífurssona“. Í hrauninu framan við Lauga hefur fundist byrgi, sem lítur út fyrir að vera manngerður felustaður að hluta. Síðan verður gengið inn eftir Ránargili sem er litfagurt gil á móts við Gerði.

Leiðsögumaður verður Jón Benediktsson frá Sælingsdalstungu.

Áætlað er að gangan taki 2-3 klst. Rétt er að benda þeim sem eru seint fyrir, að auðvelt er að koma inn í gönguna eftir að hún er lögð af stað.

Eftir gönguna mun Ungmennafélagið Æskan bjóða göngumönnum í sund í Sælingsdalslaug og kaffisopa.