Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Fundargerdir

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
9. október 2017 13:34

Haustfagnaður FSD 2017

Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) 2017 verður haldinn dagana 20.-21. október hér í Dölum. 

 

Föstudagurinn 20. október

Lambhrútasýning og opin fjárhús að Rauðbarðaholti kl. 12

Lambhrútasýning úr norðurhluta Dalasýslu verður að Rauðbarðaholti í Hvammssveit kl. 12. Einnig verður keppt um fallegasta gimbrarlambið norðan girðingar.

 

Sviðaveisla kl. 20

Sviðaveisla, hagyrðingar og dansleikur í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal samkvæmt venju. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20.

Hagyrðingar verða Ágúst Marinó Ágústsson Sauðanesi, Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum, Pétur Pétursson Akureyri og Ragnar Ingi Aðalsteinsson Reykjavík. Veislustjóri og stjórnandi verður Karl Ágúst Úlfsson. Að loknu hagyrðingakvöldi munu Vandræðaskáld vera með skemmtiatriði. Um dansleikinn sér hljómsveitin BLAND.  16 ára aldurstakmark er á dansleik.

Miðapantanir á sviðaveisluna fara fram hjá Jóni Inga í Þurranesi, helst með tölvupósti thurranes@gmail.com eða í síma 867 7286 frá 11. október til og með 17. október. Aðgangseyrir er 7.000 kr. Hægt er að kaupa aðeins miða á ballið á 2.500 kr. Hægt verður að greiða og sækja pantaða miða á sviðaveisluna í verslun KM þjónustunnar fimmtudaginn 19. október kl 15-17.

 

Laugardagurinn 21. október

Lambhrútasýning og opin fjárhús í Hlíð kl. 10

Lambhrútasýning úr suðurhluta Dalasýslu verður að Hlíð í Hörðudal kl. 10. Einnig verður keppt um fallegasta gimbrarlambið sunnan girðingar.

 

Dagskrá í reiðhöllinni frá kl. 13

Nokkur fyrirtæki verða með bása í reiðhöllinni og kynna þjónustu sína þar frá kl. 13.

Íslandsmeistaramótið í rúningi hefst kl. 14. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 18. október til Valbergs í síma 894 0999 eða á netfangið valbergs@mi.is. Úrslit og verðlaunaafhending verða að keppni lokinni. Sirkus Íslands verður á svæðinu og með skemmtiatriði í hléi rúningskeppninnar.

Handverkskonur úr héraði verða með sýningu á ullarvinnslu frá kl. 14:30. Hægt verður að taka í rokk og kemba.

Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir verður með veitingasölu í reiðhöllinni.

 

Grillveisla og verðlaunaafhendingar í Dalabúð kl. 18:30

Bestu lambhrútarnir í Dalasýslu verða verðlaunaðir, einnig bestu ærnar úr árgangi 2012. Aðgangseyrir er 2.500 kr., en frítt fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum.

 

Stórdansleikur í Dalabúð á miðnætti

Hefðbundinni dagskrá haustfagnaðar lýkur með stórdansleik þar sem hljómsveitin Sóldögg munu sjá um að halda uppi fjörinu langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir er 3.000 kr. Aldurstakmark er 16 ára.

 

FSD - facebook 

Skráning lambhrúta

Skráning gimbra