Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
12. febrúar 2019 12:59

Sveitarstjórn Dalabyggðar 171. fundur

171. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 14. febrúar 2019 og hefst kl. 16.

 

Dagskrá 

Almenn mál

1.

1806011 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar

Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir hefur óskað eftir lausn sem varafulltrúi í fræðlunefnd.

 

2.

1807008 - Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar

Úr fundargerð 51. fundar félagsmálanefndar frá 30.01.2019:
Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar - 1807008
Hækkun aldurstakmarks úr 16 í 18 ár.
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, verði 18 ár. Sama gildi hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.
Samþykkt samhljóða.

 

3.

1807008 - Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar

Umræða um afgreiðslu málsins á sveitarstjórnarfundi 17. janúar.

 

4.

1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð

 

5.

1810011 - Ráðning slökkviliðsstjóra

Stofnsamningur vegna byggðasamlags lagður fram til afgreiðslu.

 

6.

1511031 - Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa

Samstarfssamningur lagður fram til afgreiðslu.

 

7.

1807013 - Vínlandssetur

Úr fundargerð 217. fundar byggðarráðs frá 24.01.2017:
Vínlandssetur - 1807013
Rögnvaldur Guðmundsson formaður Eiríksstaðanefndar og Svavar Gestsson varaformaður í Eiríksstaðanefnd koma á fundinn.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að boðin verði út vinna við framkvæmdir vegna Vínlandsseturs. Um er að ræða breytingar á núverandi húsnæði að Búðarbraut 1.

 

8.

1807002 - Íbúaþing 2018

Úr fundargerð 217. fundar byggðarráðs frá 24.01.2017:
Íbúaþing 2018 - 1807002
Úr fundargerð sveitarstjórnar 17.01.2019:
Íbúaþing - 1807002
Tillaga um undirbúning og tímasetningu íbúaþings.
Sveitarstjórn samþykkir að íbúaþing verði haldið í byrjun mars. Byggðarráði er falið að gera tillögu að tímasetningu sem lögð verði fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 14. febrúar. Sveitarstjórn felur Byggðarráði að undirbúa og skipuleggja íbúaþingið ásamt sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða
Lagt er til að íbúaþing verði haldið 9. mars í Tjarnarlundi.
Pálmi Jóhannsson formaður atvinnumálanefndar sat fundinn undir dagskrárlið 2.

Úr fundargerð 218. fundar byggðarráðs frá 21.01.2017:
Íbúaþing - 1807002
Á fundi byggðarráðs 24. janúar sl., sem Pálmi Jóhannseson formaður atvinnumálanefndar sat, var ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að íbúaþing yrði haldið 9. mars í Tjarnarlundi.
Stefnt á undirbúningsfund sveitarstjórnar vegna íbúaþings 7. febrúar.
Sveitarstjóra falið að semja við ráðgjafa vegna fundarins.
Samþykkt samhljóða.

 

9.

1810003 - Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Úr fundargerð 217. fundar byggðarráðs frá 24.01.2017:
Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 - 1810003
Endurskoðun á gjaldskrá vegna íþróttaaðstöðu á Laugum.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að breytingar á gjaldskrá vegna íþróttamiðstöðvarinnar á Laugum verði samþykktar.
Breytingarnar eru tvær. Annars vegar að verð á fjögurra mánaða korti verði kr. 8.100 og hins vegar að verð fyrir sturtu eingöngu verði kr. 500.

 

10.

1810030 - Endurskoðun þjónustusamninga

Úr fundargerð 217. fundar byggðarráðs frá 24.01.2017:
Endurskoðun þjónustusamninga - 1810030
Umræða um framtíðarfyrirkomulag á félagsþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun.
Byggðarráð beinir því til félagsmálanefndar að fara yfir málið
Úr fundargerð 51. fundar félagsmálanefndar frá 30.01.2017:
Endurskoðun þjónustusamninga - 1810030
Umræða um þjónustusamning við Borgarbyggð vegna félagsmála og barnaverndar.
Breytingar á þjónustu fyrir fólk með fatlanir á Vesturlandi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Borgarbyggð um endurskoðun þjónustusamningsins.
Samþykkt.

Úr fundargerð 218. fundar byggðarráðs frá 31.01.2017:
Endurskoðun þjónustusamninga - 1810030
Umræða um framtíðarfyrirkomulag á félagsþjónustu og þjónustu við folk með fötlun.
Byggðarráð tekur undir niðurstöðu félagsmálanefndar frá 30.01.2019.

 

11.

1901026 - Reglur um birtingu skjala með fundargerðum

Úr fundargerð 217. fundar byggðarráðs frá 31.01.2017:
Reglur um birtingu skjala með fundargerðum - 1901026
Afgreiðslu þessa máls var frestað á fundi byggðarráðs 24. janúar sl. Tlllaga að reglum um birtingu skjala með fundargerðum.
Valdís Einarsdóttir héraðsskjalavörður og persónuverndarfulltrúi kemur á fundinn.
Byggðarráð sammþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar. Reglurnar verði endurskoðaðar eftir eitt ár.
Samþykkt samhljóða.

 

12.

1901025 - Gatnagerðargjöld - reglur

Úr fundargerð 217. fundar byggðarráðs frá 24.01.2017:
Gatnagerðargjöld - reglur - 1901025
Lagt er til að eftirfarandi málsgrein bætist við 4. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Dalabyggð:
"Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/ 2006. Ákveði sveitarstjórn að nýta sér þessa heimild, skal hún gera um það sérstaka samþykkt þar sem fram komi hversu lengi heimild til lækkunar frá þessari gjaldskrá gildir, hvert sé tilefni lækkunarinnar með vísan til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 153/2006 og aðrar þær málefnalegu ástæður sem búa að baki ákvörðuninni."
Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að breyta samþykkt um gatnagerðargjald.

 

13.

1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022

Úr fundargerð 218. fundar byggðarráðs frá 31.01.2017:
Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043
Samningar um skólaakstur renna út næsta vor. Ákveða þarf með fyrirkomulag skólaaksturs frá og með skólaárinu 2019-2020.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skólaakstur verði boðinn út. Útfæra þarf frekar tillögur um hvernig fyrirkomulagið verði.
Samþykkt samhljóða.

 

14.

1901036 - Umboð vegna kjarasamninga

Úr fundargerð 217. fundar byggðarráðs frá 24.01.2017:
Umboð vegna kjarasamniga - 1901036
Endurnýjun kjarasamningsumboðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir Dalabyggð vegna Félags grunnskólakennara, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Fræðagarðs, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélags Íslands, Skólastjórafélags Íslands, Starfsmannafélags Dala- og Snæfellssýslu, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélags Vesturlands og Verkfræðingafélags Íslands.
Samningsumboð til Sambands ísl. sveitarfélaga samþykkt.

 

15.

1901045 - Símasamband í Hörðudal

Erindi vegna símasambands í Hörðudal innanverðum. Þegar ljósleiðarinn var tengdur var kopartengingin aflögð. Ekkert GSM samband er á svæðinu og því verður símasmbandslaust ef rafmagn fer af. Það getur skapað hættu ef t.d. þarf að ná sambandi við lækni eða sjúkrabíl.

 

16.

1902011 - Líkamsræktaraðstaða í Dalabyggð

 

17.

1902010 - Ályktun skólaráðs - skólabúðagjald

Úr fundargerð skólaráðs 23.01.2019:
Ályktun frá skólaráði varðandi breytingar á skólabúðagjaldi. Skólaráð óskar eftir að sveitarfélagið haldi áfram að greiða niður skólabúðir á Reykjum og "Laugum" að hluta næstu ár til að gefa breytingunni aðlögunartíma.

 

18.

1901035 - Skógrækt á Oddsstöðum - 137955

Úr fundargerð 90. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 08.02.2019:
Skógrækt á Oddsstöðum - 137955 - 1901035
Edda Magnúsdóttir sækir um framkvæmdarleyfi fyrir viðbótarsvæði undir skógrækt í landi Oddsstaða. Svæðið er um 16 ha fyrir neðan veg.
Umhverfis- og skipulagsnefnd veitir framkvæmdarleyfi fyrir skógræktinni, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða og Minjastofnunar.

 

19.

1811006 - Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd

Úr fundargerð 90. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 08.02.2019:
Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd - 1811006
Jarðareigendur Óss á Skógarströnd óska eftir að deiliskipulagstillaga verði auglýst fyrir frístundasvæði. Samhliða verði auglýst breyting á Aðalskipulagi. Frístundasvæðið stækki úr 20 í 25 ha og lóðirnar verða 18 talsins í stað 10 áður.
Um er að ræða endurauglýsingu á tillögu sem áður var auglýst haustið 2018.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga, 123/2010. Aðalskipulagsbreyting verði auglýst samhliða skv. 2. mgr. sömu lagagreinar, auk 31. gr.
Skipulagsfulltrúa falið að koma tillögunum í auglýsingu.

 

20.

1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag

Úr fundargerð 90. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 08.02.2019:
Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag - 1804023
Eigendur Gildubrekkna í Hörðudal sækja um lausn úr landbúnaðarnotkun fyrir lóðina. Sveitarstjórn hefur staðfest deiliskipulag fyrir frístunda- og þjónustusvæði á lóðinni. Gerð hafa verið landskipti fyrir lóðina, sem hafa verið staðfest hjá ráðuneyti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun.

 

21.

1809019 - Húsnæðismál á landsbyggðinni - Tilraunaverkefni

Staða varðandi stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar.

 

22.

1902004 - Ársskýrsla bókavarðar fyrir 2018

Úr fundargerð 2. fundar menningarmálanefndar frá 11.02.2019:
Ársskýrsla bókavarðar fyrir 2018 - 1902004
Héraðsbókasafn - ársskýrsla bókavarðar. Sigríður Jónsdóttir mætir kl 16:15
Hún leggur fram ársskýrsla Héraðsbókasafns Dalasýslu fyrir 2018. Það liggur fyrir að nýtt kerfi muni leysa Gegni af hólmi og innleiðing á því stendur yfir. Almenn umræða um ársskýrsluna frá 2018.
Menningarmálanefnd leggur til við sveitastjórn að skólastjóra og bókasafnsverði verði heimilað að sameina söfnin við fyrsta tækifæri
Sigríður Jónsdóttir víkur af fundi.

 

Fundargerðir til staðfestingar

23.

1901001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 217

 

24.

1901006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 218

 

25.

1811011F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 51

 

26.

1811012F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 89

 

27.

1901004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 21

 

28.

1901003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 90

 

29.

1812001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 2

  

Fundargerðir til kynningar

30.

1902003 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar sl. lögð fram til kynningar.

 

31.

1812008 - Fundargerðir Minningarsjóðs hjónanna Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur frá Fellsenda 2018

Fundargerð minningsjóðsins á Fellsenda frá 05.02.2019 til kynningar.

 

32.

1807004 - Dalagisting ehf - fundargerðir

Fundargerð 65. fundar stjórnar Dalagistingar ehf. lögð fram.

 

Mál til kynningar

33.

1901039 - Fræðsluferð sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi

Dagskrá lögð fram til kynningar.

 

34.

1901040 - XXXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundarboð vegna XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram. Landsþingið verður haldið þann 29. mars.

 

35.

1804001 - Fyrirspurn um breytingar á fjárhagsáætlun 2016

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti óskaði frekari upplýsinga í kjölfar svars Dalabyggðar frá 27.12.2019.
Bréf ráðuneytisins frá 21.01.2019 og svar Dalabyggðar frá 7.02.2019 lögð fram.

 

36.

1901012 - Velferðarstefna Vesturlands

Umsögn um Velferðarstefnu Vesturlands lögð fram.

 

37.

1902012 - Kjör til stjórnar Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf.

Bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. lagt fram.

 

38.

1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.

 

12.0.2019

Kristján Sturluson, sveitarstjóri.