Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
8. janúar 2020 19:06

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna

Börn 15-17 ára eiga ekki rétt á húsnæðisbótum. Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15–17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguherbergi hjá óskyldum vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu.

 

Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 20.000 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr. á mánuði.

 

Umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja skólaönn. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu og heimasíðu Dalabyggðar.

 

Reglur um sérstakan stuðning í húsnæðismálum í Dalabyggð

 

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning