Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?

7  24. ágúst 2017  8

fimmtudaginn 24. ágúst 2017 frá kl. 13:00 til 18:00

Héraðsbókasafn

í Búðardal
Héraðsbókasafn Dalasýslu er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-18. Bókasafnið er lokað beri almenna frídaga upp á opnunardaga.
Sjá vefslóð: http://dalir.is/thjonusta/heradsbokasafn/

fimmtudaginn 24. ágúst 2017 frá kl. 18:00 til 00:00

Ránargil og jarðhýsi

í Sælingsdal
Göngudagur Umf. Æskunnar 2017 verður í samstarfi við Byggðasafn Dalamanna á Laugum og verður á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst kl. 18. Gangan hefst við Sælingsdalslaug og verður gengið fram með Sælingsdalsá. Fyrst verður komið við í „jarðhýsi Ósvífurssona“. Í hrauninu framan við Lauga hefur fundist byrgi, sem lítur út fyrir að vera manngerður felustaður að hluta. Síðan verður gengið inn eftir Ránargili sem er litfagurt gil á móts við Gerði. Leiðsögumaður verður Jón Benediktsson frá Sælingsdalstungu. Áætlað er að gangan taki 2-3 klst. Rétt er að benda þeim sem eru seint fyrir, að auðvelt er að koma inn í gönguna eftir að hún er lögð af stað. Eftir gönguna mun Ungmennafélagið Æskan bjóða göngumönnum í sund í Sælingsdalslaug og kaffisopa.
Sjá vefslóð: https://www.facebook.com/events/265138773970251/

fimmtudaginn 24. ágúst 2017 frá kl. 20:00 til 00:00

Dalakonur

í félagsmiðstöðinni
Fimmtudaginn næsta, þann 24. ágúst, klukkan 20, í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, verður fyrsta kvöldið þar sem hugmyndin er að konur hittist, kjafti og kynnist. Þessi hittingur er ætlaður öllum konum, 18 ára og eldri, og börn og karlar eru ekki leyfð, nema undanþága er gefin fyrir börn upp að tveggja ára ef þarf. Af hverju? Þessi kvöld eru hugsuð sem vettvangur fyrir konur til að eiga stund fyrir sjálfar sig, kjafta og kynnast. Kaffi verður í boði en endilega takið með ykkur nasl ef vill. Og handavinnu ef vill. Og aðra drykki ef vill – en aðallega ykkur sjálfar! Stefnt er að því að hafa svona fundi einu sinni til tvisvar í mánuði ef áhugi er fyrir því.