Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 80

Dags. 7.6.2017

80. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 7. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Sigurður Bjarni Gilbertsson formaður, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Unnur Ásta Hilmarsdóttir varamaður, Ásdís K. Melsteð varamaður, Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri og Svana Hrönn Jóhannsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Bergþóra Jónsdóttir mætir sem áheyrnarfulltrúi kennara.

 

Dagskrá:

 

1.  Æskulýðs- og íþróttamál 2016-2017 - 1605020

Á fundinn er mætt Svana Hrönn Jóhannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Svana greinir frá starfi síðustu vikna, íþróttastarfi og félagsmiðstöð. Samstarf er við nágranna t.d. félagsmiðstöðina á Hólmavík.

 
Jörvagleði gekk ágætlega. Sumarstarf er hafið, fótbolta og frjálsíþróttastarf og ráðnir hafa verið tveir þjálfarar. Einnig verður leikjanámskeið eftir miðjan júní.

 

Vinnuskólinn er byrjaður, 7 börn og 2 starfsmenn. Verið er að undirbúna sameiginlegan vinnuskóladag með Hólmavík og Reykhólum.

 

Stofnuð hefur verið Facebook síða, íþróttir og tómstundir í Dalabyggð þar sem miðlað verður upplýsingum um félagsstarf. Frisbígolfvöllur er að verða tilbúinn.

 
Slysavarnadeildin sér um 17. júní hátíðarhöld þetta árið.


Verið er að undirbúa það að seinka skólabíl um 2 klst. á fimmtudögum næsta vetur og bjóða þá upp á frístundastarf. Fundarmenn taka vel í þessar hugmyndir.


Fundarmenn þakka Svönu fyrir og hún yfirgefur fundinn.
 


2.  Auðarskóli - Skólastarf 2016-2017 - 1609004

Hlöðver gerir grein fyrir starfsemi síðustu vikna.

 
Nemendur frá Tónlistarskóla tóku þátt í Nótunni. Bolludagur, sprengidagur, öskudagur voru með hefðbundnu sniði.

 
Samræmd próf voru haldin í 9. og 10. bekk og nemendur tóku þátt í skólahreysti og nemendur í 7. bekk tóku þátt í upplestrarkeppni.

 
Árshátíð grunnskólans fór vel fram og nemendur tóku þátt í stærðfræðikeppni Vesturlands og fóru á Lyngbrekkuball.

 
Vortónleikar Tónlistarskólans voru með hefðbundnu sniði sem og hjóladagur og skólaferðalög.

 
Skólaslit voru 30. maí sl.
 


3.  Auðarskóli - Starfsmannahald 2017-2018 - 1702025

2,3 stöður grunnskólakennara voru auglýstar og búið að ráða tvo leiðbeinendur.
Þrjár stöður leikskólakennara hafa verið auglýstar og er umsóknarfrestur til 15.júní.
 


4.  Aðgerðaáætlun - Vinnumat - 1705011

Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara sem samþykktur var 29. nóvember 2016 var samstarfsnefnd aðila falið, með bókun 1, að leggja fram í janúar 2017 vegvísi að aðgerðaráætlun til sveitarfélaga um nánari greiningu á því ástandi sem kennarar og stjórnendur hafa lýst að ríki í starfsumhverfi grunnskóla og jafnframt kallað eftir úrbótum á.

 

Lögð fram skýrsla vinnuhóps Dalabyggðar til samstarfsnefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna
Félags grunnskólakennaraaðila ásamt umbótaáætlun.

 

Fræðslunefnd samþykkti fram lagða skýrslu.
 


5.  Skólaakstur 2017-2019 - 1705012

Lögð fram tillaga að skipulagi skólaaksturs fyrir komandi skólaár.

 
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.


Lagður fram tölvupóstur frá skólabílstjóra þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið setji almennar reglur um hversu ungum leikskólabörnum stendur til boða að fara með skólabíl.


Fræðslunefnd leggur til að málið verði rætt á vettvangi skólaráðs og foreldrafélags.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 


 Til baka