Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 190

Dags. 13.6.2017

190. fundur byggðarráðs haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Valdís Gunnarsdóttir og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Í upphafi fundar kynntu starfsmenn Íbúðarlánasjóðs kynntu gerð húsnæðisáætlana.

 

Dagskrá:

 

1. Skarðsstöð - 1705023

Kristinn Jónsson á Skarði óskar eftir að settar verði upp öryggismyndavélar við höfnina í Skarðsstöð þar sem brögð hafa verið að skemmdarverkum og stuldi.

 

Byggðarráð hafnar erindinu.

 

2. Afskriftir krafna - leiðréttingar - 1705024

Lögð fram tillaga um að kröfur að upphæð kr. 330.304,- verði afskrifaðar.

 

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

 

3. Skólaakstur 2017-2019 - 1705012

Lögð fram tillaga að skipulagi skólaaksturs fyrir komandi skólaár.
Fræðslunefnd hefur fjallað um tillöguna án athugasemda.
Lagður fram tölvupóstur frá skólabílstjóra þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið setji almennar reglur um hversu ungum leikskólabörnum stendur til boða að fara með skólabíl.

 

Byggðarráð samþykkir fram lagt skipulag skólaaksturs með lítils háttar breytingum.


Byggðarráð leggur áherslu á að börn frá 12 mánaða aldri geti nýtt laus sæti í skólabíl.

 

4. Vefur Dalabyggðar - 1706003

Lögð fram tilboð sem hafa borist í endurnýjun vefs Dalabyggðar.

 

Vísað til sveitarstjórnar.

 

5. Aðgerðaáætlun - Vinnumat - 1705011

Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara frá 29. nóvember 2016 var samstarfsnefnd aðila falið að leggja fram vegvísi að aðgerðaráætlun til sveitarfélaga um nánari greiningu á því ástandi sem kennarar og stjórnendur hafa lýst að ríki í starfsumhverfi grunnskóla og jafnframt kallað eftir úrbótum á.


Lögð fram skýrsla vinnuhóps Dalabyggðar til samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara ásamt umbótaáætlun. Fræðslunefnd hefur samþykkt fram lagða skýrslu.

 

Byggðarráð samþykkir fram lagða aðgerðaráætlun.

 

6. Íþróttamannvirki í Búðardal - 1703010

Skýrsla undirbúningshóps vegna byggingar íþróttamannvirkja í Búðardal var til umræðu á 148. fundi sveitarstjórnar.


Sveitarstjórn fól byggðarráði að gera tillögu að næstu skrefum i ferlinu.

 

Byggðarráð leggur til að ráðist verði í hönnunarsamkeppni með aðstoð Arkitektafélags Íslands.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30Til baka