Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 149

Dags. 20.6.2017

Hljóðupptaka fundarins:

 

149. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,

20. júní 2017 og hófst hann kl. 18:00


Fundinn sátu:
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, Halla S. Steinólfsdóttir, Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir, Þorkell Cýrusson, Sigurður Bjarni Gilbertsson, Valdís Gunnarsdóttir og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Oddviti leggur til að á dagskrá sé tekið mál nr. 1609021 sala eigna. Samþykkt í einu hljóði.

 

Dagskrá:

 

1.  Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs. - 1705025

Skv. II. kafla Samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 926/2013

Til máls tók: Ingveldur.


Lagt til að Jóhannes Haukur Hauksson verði oddviti Dalabyggðar til eins árs og Halla Steinólfsdóttir varaoddviti til sama tíma.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


2.  Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs. - 1705026

Skv. V. kafla Samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 926/2013

 

Lagt til að Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir og Sigurður Bjarni Gilbertsson skipi byggðarráð til eins árs og Valdís Gunnarsdóttir, Þorkell Cýrusson og Halla Steinólfsdóttir til vara.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


3.  Veiðifélag Laxdæla - Fundarboð - 1706005

Almennur félagsfundur í Veiðifélagi Laxdæla verður haldinn í Þrándarkoti miðvikudaginn 21. júní 2017.


Skv. ákvörðun sveitarstjórnar í upphafi kjörtímabils fer Halla Steinólfsdóttir með umboð Dalabyggðar v/Fjósa og Þorkell Cýrusson til vara.


Á 148. fundi veitti sveitarstjórn Jóhannesi Hauki Haukssyni umboð til þess að starfa í stjórn Veiðifélags Laxár kjörtímabilið 2017 - 2020.

 

Jóhannes víkur af fundi og Halla varaoddviti tekur við stjórn fundarins.

 

Lagt til að Jóhannes Haukur Hauksson fari með umboð Dalabyggðar til loka kjörtímabils sveitarstjórnar.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum.

 

Jóhannes kemur inn á fundinn og tekur við stjórn.
 


4.  Skólaakstur - Bréf skólabílstjóra - 1705012

Lagt fyrir bréf frá fjórum skólabílstjórum dags. 15. júní 2017 þar sem m.a. er hvatt til þess að sveitarstjórn endurmeti aldursmörk leikskólabarna sem mega nýta skólabíla á vegum Dalabyggðar.

 

Lögð fram tillaga:
Lagt til að leikskólabörn frá 12 mánaða aldri geti nýtt skólabíl sé pláss í bílnum. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að endurskoða reglur Dalabyggðar um skólaakstur með hliðsjón af þessu og ábendingum skólabílstjóra. Reglurnar verði lagðar fyrir; skólaráð, foreldrafélag og fræðslunefnd til umsagnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


5.  Sala eigna - Laugar í Sælingsdal - 1609021

Borist hefur tilboð í hluta eignanna á Laugum í Sælingsdal.

Til máls tók Sigurður Bjarni.

 

Lagt til að tilboðinu verði hafnað þar sem áformað er að selja allar eignir Dalabyggðar að Laugum.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


6.  Íþróttamannvirki í Búðardal - 1703010

Frá 190. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð leggur til að ráðist verði í hönnunarsamkeppni með aðstoð Arkitektafélags Íslands.


Lagður fram tölvupóstur Svavars Garðarssonar.

 

Lagt til að Bogi Kristinsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Valdís Gunnarsdóttir og Sigurður Bjarni Gilbertsson geri tillögu að tilhögun hönnunarsamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og leggi tillöguna fyrir ágústfund sveitarstjórnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


7.  Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna - 1705013

Þjóðskjalasafn Íslands sendir drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar.

 

Fyrir liggja umsagnir Félags héraðsskjalavarða og Valdísar Einarsdóttur skjalavarðar Dalabyggðar.


Tillaga:
Sveitarstjórn tekur undir fyrirliggjandi athugasemdir og leggst gegn samþykkt reglugerðarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


8.  Vefur Dalabyggðar - 1706003

Frá 190. fundi byggðarráðs.


Lögð fram tilboð sem hafa borist í endurnýjun vefs Dalabyggðar.

 

Tillaga:
Lagt til að tilboði frá Netvöktun ehf verði tekið.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn situr hjá (VG).
 


9.  Takmörkun á útleigu íbúðarhúsnæðis til reksturs ferðaþjónustu - 1704016

Á 147. fundi skipaði sveitarstjórn vinnuhóp til að skoða tillögu Svavars Garðarssonar um takmarkanir á útleigu íbúðarhúsnæðis til reksturs ferðaþjónustu m.a. með tilliti til lögmætis slíkra takmarkanna og þörf. Vinnuhópnum var ætlað að skila áliti fyrir júnífund sveitarstjórnar.

 

Lagt fram minnisblað vinnuhópsins og tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 20. júní 2017.


Starfshópurinn leggur til að mótaðar verði skýrar verklagsreglur fyrir skipulags- og byggingarnefnd sem gildi við veitingu gistileyfa, þar sem tekið sé tillit til íbúa sveitarfélagsins og þarfa þeirra.


Jafnframt að reglur tryggi jafnræði umsækjenda og sanngjarna málsmeðferð, sem og eðlilega atvinnuuppbyggingu, innan gildandi lagaramma.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


10.  Sundlaugin á Laugum - 1704019

Frá 148. fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjóra og ferðamálafulltrúa var falið að ræða við forstöðumann Ungmenna- og tómstundabúða um opnunartíma o.fl. með það að markmiði að skilgreina betur ákvæði samningsins.

 

Tillaga:
Sveitarstjóra og ferðamálafulltrúa er falið að skoða með forstöðumanni UTB hvernig vetraropnun næsta vetur verði best fyrir komið með bæði hagsmuni heimamanna og ferðamanna að leiðarljósi.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


11.  Frumvarp til umsagnar - 1706007

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál.

 

Til kynningar.
 


12.  Byggðarráð Dalabyggðar - 190 - 1705002F

Á fundinum sem haldinn var 13. júní sl. var m.a. fjallað um Skarðsstöð, afskriftir krafna, skólaakstur, vef Dalabyggðar, aðgerðaráætlun vegna vinnumats og íþróttamannvirki í Búðardal.

 

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.


Samþykkt í einu hljóði.
 


13.  Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 10 - 1705005F

Á fundinum sem haldinn var 8. júní sl. var m.a. fjallað um starfsmannamál, gjafasjóð, samning um framleiðslu og húsnæðismál auk þess sem hjúkrunarforstjóri flutti skýrslu sína.

 

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.


Samþykkt í einu hljóði.
 


14.  Fræðslunefnd Dalabyggðar - 80 - 1704002F

Á fundinum sem haldinn var 7. júní sl. var m.a. fjallað um æskulýðs- og tómstundamál, aðgerðaáætlun vegna vinnumats og skólaakstur.

 

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
 


15.  Breiðafjarðarnefnd - ný nefnd - 1610003

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur skipað í Breiðafjarðarnefnd. Eyjólfur Ingvi Bjarnason hefur verið skipaður aðalfulltrúi og Bjarnheiður Jóhannsdóttir til vara.

 

Lagt fram til kynningar.
 


16.  Úthlutun stofnframlaga 2017 - 1705007

Starfsmenn Íbúðalánasjóðs komu til fundar við byggðarráð 13. júní sl.

Lagt fram til kynningar svar sjóðsins vegna fyrirspurnar sem tengist stofnframlögum, sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.
 


17.  Skýrsla sveitarstjóra - 1702007

Um miðjan maí fór ég á vormót bæjar- og sveitarstjóra sem að haldið var í Þingeyjarsýslu.

Vinnuhópur um útleigu íbúðarhúsnæðis til reksturs ferðaþjónustu kom saman sem og vinnuhópur um skýrslu Dalabyggðar til samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Ég undirritaði samning við Mílu sem m.a. tryggir ljósleiðaratenginu í Auðarskóla og stjórnsýsluhús.

Ég hef átt fundi með fasteignasölum og hugsanlegum tilboðsgjöfum vegna Lauga.

Við Bjarnheiður ferðamálafulltrúi höfum átt fund með forstöðumanni Ungmenna- og tómstundabúða um opnunartíma sundlaugar.

Aðalfundur Dalagistingar var haldinn 8. júní sl. og sama dag hitti ég formenn búnaðarfélaganna í Dölum.

Fulltrúar Íbúðalánasjóðs mættu á fund byggðarráðs og kynntu gerð húsnæðisáætlana.

Svæðisskipulagsnefnd hélt sinn 7. fund 15. júní sl. Frumdrög að tillögu að svæðisskipulagi verður kynnt með rafrænum hætti í sumar og lokatillaga verður formlega kynnt í haust.
Ljósleiðaraverkefni ársins er að komast á framkvæmdastig, gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ágústmánuði. Kristján Ingi, umsjónanarmaður framkvæmda mun leiða verkið fyrir Dalabyggð.
Á morgun fer ég í sumarleyfi og kem aftur til vinnu 17. júlí nk.
 

Fundargerð yfirfarin og staðfest.
 
Gert er ráð fyrir að næsti fundur sveitarstjórnar verði 22. ágúst nk. að loknu sumarleyfi.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

 


 Til baka