Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Umhverfis-og skipulagsnefnd, fundur nr. 75

Dags. 17.8.2017

75. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 17. ágúst 2017 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Hörður Hjartarson formaður, Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður, Halla S. Steinólfsdóttir aðalmaður, Sæmundur G. Jóhannsson aðalmaður, Kristján Ingi Arnarson og Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Ingi Arnarsson, Umsjónarmaður framkvæmda

 

Dagskrá:

 

1.  Umferðaröryggisáætlun - Bæjarhlið - 1707018

Á árinu 2014 var gerð umferðaröryggisáætlun fyrir Vestfjarðarveg um Búðardal (Vesturbraut) og settar fram tillögur til úrbóta sbr. skýrslu Vegagerðarinnar frá september 2014.

 
Lokið er við gerð umferðareyju við vörubílaplan sunnan bensínstöðvar N1, gangbrautar yfir Vesturbraut til móts við Samkaup, aðkomu að tjaldsvæði og göngustíga að hesthúsasvæði.

 
Á yfirstandandi ári hyggst Vegagerðin koma upp bæjarhliðum beggja vegna þorpsins í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Einnig mun Vegagerðin malbika Vesturbraut milli Sunnubrautar og Brekkuhvamms og Dalabyggð mun láta malbika götu í átt að Fjósum til að afmarka götuna betur frá flutningabílastæði og bensínstöð.

 

Málið kynnt og framkvæmdarleyfi samþykkt samhljóða.
 


2.  Lóðir við Sunnubraut og Gunnarsbraut - 1708005

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að afmörkun lóðanna Sunnubraut 15, 17 og 19 og Gunnarsbraut 9.

 

Afmörkun lóða, skv. framlögðum gögnum skipulagsfulltrúa, við Sunnubraut 15, 17 og 19 samþykkt samhljóða.

 
Tillaga að lóð Gunnarsbraut 9 lögð fram til kynningar.
 


3.  Ljósleiðari 2017 - framkvæmdaleyfi - 1708011

Dalaveitur ehf. sækir um framkvæmdarleyfi vegna lagningu ljósleiðara í suðurdölum með þjóðvegi 60, Hörðudal og Skógarströnd. Lagðar fram uppfærðar teikningar fyrir leiðir 2 og 3, skv meðfylgjandi gögnum.

 

Leið 2, frá Búðardal að Hörðubóli, samþykkt. Leið 3, frá Álfheimum að Fellsenda, er samþykkt með fyrirvara um að tekið verði til athugunar að leggja stofn ofan við Sauðafell. Þannig megi ná fleiri tengingum.
 


4.  Umsókn um rekstrarleyfi, gistihús - Drangar - 1708015

Háskerðingur ehf hefur sótt um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki III, stærra gistiheimili, að Dröngum á Skógarströnd.

 

Umsóknin er samþykkt samhljóða.
 


5.  Aðalskipulag Dalabyggðar - 1708016

Gera þarf nýtt aðalskipulag fyrir Dalabyggð. Hefja þarf undirbúning vinnu á aðalskipulagi og gera þarf ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun 2018.

 

Nefndin leggur til að hafin verði vinna við nýtt aðalskipulag Dalabyggðar og gert verið ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2018.
 


6.  Lambastaðir 6 - breyting á notkun - 1707003

Sótt um breytta notkun fyrir Lambastaði 6 í landi Erpsstaða. Sumarhús verði íbúðarhús.

 

Breytt notkun á lóð og mannvirki samþykkt samhljóða.
 


7.  Stofnun lóðar úr Sauðafell, Kjarrás - 1708017

Borist hefur umsókn um stofnun sumarhúsalóðarinnar Kjarrás, skv. deiliskipulagi fyrir Glæsisvelli (lóð 4), úr landi Sauðafells.

 

Stofnun lóðar samþykkt.
 


8.  Umsókn um stofnun lóðar - Engihlíð - 1707005

Sótt er um stofnun lóðar undir vegsvæði þjóðvegar 59 í landi Engihlíðar.

 

Stofnun lóðar samþykkt skv. uppdráttum frá Vegagerðinni.
 


9.  Umsókn um stofnun lóðar - Gröf - 1707006

Sótt er um stofnun lóðar undir vegsvæði þjóðvegar 59 í landi Grafar.

 

Stofnun lóðar samþykkt skv. uppdráttum frá Vegagerðinni.
 


10.  Umsókn um stofnun lóðar - Leiðólfsstaðir - 1707007

Sótt er um stofnun lóðar undir vegsvæði þjóðvegar 59 í landi Leiðólfsstaða.

 

Stofnun lóðar samþykkt skv. uppdráttum frá Vegagerðinni.
 


11.  Umsókn um stofnun lóðar - Svarfhóll - 1707008

Sótt er um stofnun lóðar undir vegsvæði þjóðvegar 59 í landi Svarfhóls.

 

Stofnun lóðar samþykkt skv. uppdráttum frá Vegagerðinni.
 


12.  Skilti f.veitingastaðinn Veiðistaðurinn - 1707002

Sæúlfur slf. sækir um leyfi til að setja upp tvö skilti við Vesturbraut.

 

Nefndin samþykkir leyfið til eins árs. Við gerð á nýju aðalskipulagi verða reglur um skilti í Búðardal samræmdar.
 


13.  Bergsstaðir - Ný landeign - 1707001

Sótt er um stofnun lóðar úr landi Skriðukots.

 

Stofnun lóðarinnar Bergsstaða er samþykkt skv. fyrirliggjandi uppdrætti.
 


14.  Melholt 224834 - 1707016

Umsókn um landskipti á lóðinni Melholt úr landi Vígholtsstaða í Laxárdal.

 

Landskipti lóðar samþykkt samhljóða.
 


15.  Lög um mannvirki - 1707017

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn um frumvarp til breytingar á lögum um mannvirki 160/2010.

 

Lagt til kynningar. Byggingarfulltrúi mun senda umsögn um drögin.
 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

 

 

 Til baka