Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Menningar- og ferðamálanefnd, fundur nr. 60

Dags. 24.8.2017

60. fundur Menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 24. ágúst 2017 og hófst hann kl. 14:00


Fundinn sátu:
Valdís Gunnarsdóttir formaður, Ólafur Skagfjörð Gunnarsson, Sigurður Bjarni Gilbertsson, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Helga Elínborg Guðmundsdóttir varamaður og Bjarnheiður Jóhannsdóttir ferðamálafulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir,

 

Dagskrá:

 

1.  Héraðsbókasafn Dalasýslu - Stefnumótun - 1708010

Ný lög um Bókasöfn (nr. 150/2012) tóku gildi 3. janúar 2013 og reglugerð um almenningsbókasöfn nr. 138/1978 hefur verið felld úr gildi.

 
Sveitarstjórn samþykkti á 150. fundi að fela menningar- og ferðamálanefnd að vinna stefnumótun og samþykktir fyrir Héraðsbókasafn í samræmi við ný lög.

 

Nefndin tekur vel í að móta stefnu safnsins og mun helga septemberfund nefndarinnar þessu málefni.


2.  Kynningarmál ferðaþjónustu - 1702016

Rætt um kynningarefnið sem gefið var út í sumar og rætt um hvað virkar vel og hvað ekki. Gefið var út borðkort, póstkort einstakra ferðaþjónustuaðila, sem og dreifirit um tjaldsvæði. Ákveðið að skoða árangur af þessu starfi með ferðaþjónustuaðilum á fundi með haustinu. Umræður spunnust um að fara sameiginlega á Mannamót markaðsstofanna í janúar og kynna Dali sem áfangastað.
 


3.  Ferðasumarið 2017 - 1704019

Carolin Baare-Schmidt mætti á fundinn undir þessum lið og rætt var um tjaldsvæðið. Rætt var í upphafi um skipulag svæðisins, Carolin og Valdís lögðu fram lista með óskum um úrbætur á svæðinu og húsnæði þess. Tjaldsvæðið hefur verið vel sótt í sumar og almenn ánægja með það, helst að skipulag á sturtum hafi valdið gestum óþægindum.

 

Af annarri ferðaþjónustu er nokkuð gott að segja, minni minjagripasala, en þokkalegt í öðru.
 


4.  Samstarf í ferðaþjónustu - 1708014

Bjarnheiður kynnti hugmyndir um samstarf Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar í þróun nýrra samstarfs í ferðaþjónustu í kjölfar svæðisskipulagsvinnu.
 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20



Til baka