Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 193

Dags. 12.9.2017

193. fundur byggðarráðs haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 12. september 2017 og hófst hann kl. 16:30


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Framkvæmdir 2017 - 1703009

Á fundinn mætti Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og gerði grein stöðu framkvæmda.
- Þak Auðarskóla, framkvæmd og uppgjöri að mestu lokið.
- Frisbígolfvöllur, skilti eru óuppsett en komin á staðinn.
- Eldhús Tjarnarlundi, langt komið, gengið frá loftræsingu í vikunni.
- Vatnsveita við Lauga, búið er að tengja brunahana, farið verður í gegn um Vestfjarðaveg á næstu vikum.
- Silfurtún, búið að skipta um ofna, unnið við neysluvatnslagnir.
- Fráveita, útrásir, stefnt að útboði fyrir lok september. Hesthúsahverfi, framkvæmdir hefjast í mánuðinum.
- Hraðhleðslustöð, efni komið á staðinn.
- Göngustígur, Kristjáni falið að finna verktaka í afmarkaða verkþætti.
- Umferðaröryggismál. Malbikun lokið. Byrjað er á bæjarhliðum.
- Ljósleiðari, lagning heimtauga á Skógarströnd hafin.
Kristján yfirgefur fundinn.

 

2. Fjárhagsáætlun 2018-2021 - 1709003

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum og Samþykkt um stjórn Dalabyggðar skal byggðarráð leggja tillögu um fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skal fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili. Að lokinni umræðu sveitarstjórnar skal afgreiða þær, þó ekki síðar en 15. desember.

 

Gert er ráð fyrir að byggðarráð afgreiði tillögu frá sér 17. október nk. og sveitarstjórn taki tillöguna til fyrri umræðu 24. október nk. Gert er ráð fyrir að síðari umræða sveitarstjórnar fari fram 21. nóvember eða á aukafundi 12. desember nk.

 

3. Nám í leikskólakennarafræðum - 1709001

Jóhanna Lind Brynjólfsdóttir, deildarstjóri á leikskóladeild Auðarskóla óskar eftir stuðningi vegna náms í leikskólakennarafræðum skv. reglum Dalabyggðar frá 2014.

 

Byggðarráð samþykkir umsóknina.
Tekið af lið 04111

 

4. Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal - 1709004

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar eftir styrk til reksturs sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal og Klettaskóla.


Sótt er um kr. 98.000,- vegna sumarsins 2017 en tveir einstaklingar úr Dalabyggð nýttu þjónustuna síðastliðið sumar.

 

Byggðarráð samþykkir umsóknina.
Tekið af lið 0258

 

5. Styrkumsókn FSD vegna haustfagnaðar - 1708020

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu sækir um styrk vegna haustfagnaðar 20. og 21. október nk.


Sótt er um samskonar styrk og sveitarfélagið hefur veitt undanfarin ár, þ.e. að sveitarfélagið leigi færanleg salerni til að hafa við reiðhöllina á laugardeginum en einnig er óskað aðstoðar starfsmanna áhaldahúss við undirbúning á dagvinnutíma þeirra.


Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið kosti ljósritun.

 

Byggðarráð samþykkir umsóknina.
Færist af lið 0589.

 

6. Skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 1707015

Flúðaskóli hefur samþykkt skólavist nemanda úr Dalabyggð en óskar eftir viðbótargreiðslu vegna stuðnings.

 

Byggðarráð samþykkir erindið.
Bókast á 04211-9991
.

 

7. Afskriftir krafna - leiðréttingar 2017 - 1705024

Lagt til að kröfur að upphæð kr. 359.978,- verði afskrifaðar. Kröfurnar eru ýmist of lágar til að það svari kostnaði að innheimta þær (fasteignagjöld) eða fyrndar.

 

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

 

8. Tækifærisleyfi 2017 - 1612032

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna Réttardansleiks sem halda á í félagsheimilinu Tjarnarlundi 16. september 2017.

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði gefið út.

 

9. Gefum selum lengra líf - 1709012

Með fyrirvara um samþykki Dalabyggðar hefur Svavar Garðarsson gert samkomulag við Húsdýragarðinn í Reykjavík um að hann geymi tvo selkópa fyrir garðinn tímabundið í aðstöðu niður við höfn í Búðardal. Von aðila stendur til að á meðan á geymslutímanum stendur fáist leyfi til sleppingar kópanna frá þar til bærum yfirvöldum og að í framhaldinu verði byggð upp þekking og aðstaða í Búðardal til aðlögunar og sleppinga sela sem verið hafa í haldi af einhverjum ástæðum.


Svavar óskar eftir að fá til afnota hluta af lóðinni Ægisbraut 2, norðan hússins, afnot af geymslurými í húsinu sem og girðingareiningar og gúmmímottur í eigu Dalabyggðar.

 

Byggðarráð samþykkir erindi Svavars. Samþykktin gildir meðan tilraunin stendur yfir og verður endurskoðuð verði tilefni til.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

 

 


 Til baka