Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 83

Dags. 10.1.2018

83. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 10. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Sigurður Bjarni Gilbertsson formaður, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Svavar Magnús Jóhannsson, Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri, Svana Hrönn Jóhannsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi, Einar Jón Geirsson áheyrnarfulltrúi og Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurður Bjarni Gilbertsson,

 

Dagskrá:

 

1.  Íþrótta- og tómstundastarf 2017-2018 - 1709007

Seinkun skólabíla hefur gengið vel að flestu leiti nema vantar fleiri aðila til þess að sjá um tómstundarstarf. Hefur verið mikið keyrt á sjálfboðaliðum og getur verið erfitt að fá fólk í að sinna því þar sem þetta er á vinnutíma. Stefnt verður á að halda þessu áfram.

 

Svana Hrönn Jóhannsdóttur íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur sagt upp störfum.

Fræðslunefnd Dalabyggðar þakkar Svönu Hrönn fyrir vel unnin störf.
 


2.  Trappa ehf - Framkvæmda- og umsýslugjald - 1801001

Trappa ehf hefur tilkynnt um að fyrirtækið hyggist taka upp sérstakt framkvæmda - og umsýslugjald sem er hugsað til að bera straum af ýmsum kostnaði sem felst í utanumhaldi, skipulagningu, samskiptum við lækna og aðrar stofnanir sem ekki er greitt fyrir frá Sjúkratryggingum Íslands.

 

Í bréfi Tröppu kemur fram að þeir ætli sér að fara rukka umsýslugjald af þjónstunni kr 22.000,- á mánuði. Þetta er veruleg aukning á kostnaði við þjónustuna en hingað til hefur ekkert umsýslugjald verið greitt. Í dag er einungis borgað tengigjald en það er 1.590 kr/klst. Sveitarfélagið hefur borgað þetta gjald.

 

Fræðslunefnd leggur til að Dalabyggð borgi umsýslugjaldið en að foreldrar komi til með að borga tengigjaldið.
 


3.  Auðarskóli - Skólastarf 2017-2018 - 1709008

Hlöðver fer yfir skólastarfið.


Tæknimessa á Akranesi, unglingastig, jólaundirbúningur, leikskólinn heimsækir heilsugæsluna, vettvangsheimsóknir í leikskólanum, jól í skókassa, Lubba námskeið fyrir leik- og grunnskóla, eldriborgara kaffi í leikskólanum, dans hjá Jóni Pétri, Gideo heimsækir 5.bekk, kaffihúsakvöld grunnskólans, danssýning, breytingar á gæslu fyrir 1.-4. bekk, jólaverkstæði í leikskóla, fyrirhuguð starfsmannaferð til Kanada, heimsókn forseta, jólatónleikar tónlistarskólans.

 

Hlöðver kynnir smiðjuhelgar en Auðarskóla hefur verið boðið að taka þátt í því verkefni ásamt GBF, Laugagerði og Reykhólaskóla. Þetta eru vinnusmiðjur sem koma til með að auka val nemenda á unglingastigi til muna. Smiðjurnar eru keyrðar frá föstudegi til laugardags.

 

Fræðslunefnd fagnar þátttöku Auðarskóla í verkefninu.
 


4.  Samræmd próf haustið 2017 - 1711033

Heildarniðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk liggja fyrir og eru birtar skýrslugrunni Menntamálastofnunar, skyrslur.mms.is

 

Hlöðver kynnir niðurstöðu samræmdra prófa haustið 2017.
 


5.  Lykiltölur um leik- og grunnskóla 2016 - 1711018

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman skjal með ýmsum lykiltölum um fræðslumál í sveitarfélögum vegna ársins 2016.

 

Til kynningar.
 


6.  Auðarskóli - Starfsmannahald 2017-2018 - 1702025

Hlöðver kynnir stöðu starfsmannamála.

 

Hlöðver fer yfir starfsmannamál á leik- og grunnskóla.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10Til baka