Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 157

Dags. 16.1.2018

Hljóðupptaka fundarins:

 

157. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. janúar 2018 og hófst hann kl. 18:00


Fundinn sátu:
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, Halla S. Steinólfsdóttir, Ingveldur Guðmundsdóttir, Þorkell Cýrusson, Sigurður Bjarni Gilbertsson, Valdís Gunnarsdóttir, Eyjólfur Ingvi Bjarnason varamaður og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1.  Sala eigna - 1609021

Á 140. fundi sveitarstjórnar 20. september 2016 samþykkti sveitarsjórn að hefja söluferli eigna Dalabyggðar að Laugum. Tilboð að upphæð 200 millj.kr. barst í hluta eignanna 16. júní 2017 en því var hafnað á 149. fundi sveitarstjórnar. Á 152. fundi í október 2017 var samþykkt að kanna fleiri valkosti varðandi sölu eigna. Arnarlón ehf. hefur gert þrjú tilboð í eignir Dalabyggðar, það fyrsta 27. október 2017 og það síðasta 18. desember 2017. Óformlegt samkomulag hefur náðst um tilboðið með nokkrum fyrirvörum.


Tilboðið sundurliðast þannig:
Húseignir að Laugum með lóðarréttindum kr. 340.000.000
Jörðin Laugar (50%) ásamt sumarhúsalóðum kr.20.000.000
Skólalóð, jarðhitaréttindi og hitaveita kr. 45.000.000
Sælingsdalstunga án vatnsréttinda kr. 55.000.000
Tilboðsupphæð samtals kr. 460.000.000


Til máls tóku: Sigurður Bjarni, Eyjólfur, Valdís.

 

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi samkomulag og að sveitarstjóra og oddvita verði heimilað að undirrita kaupsamning.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum. Tveir sitja hjá (EIB, VG)
 


2.  Samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga - 1801006

Þann 19. september 2016 gerðu Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga, hins vegar, með sér samkomulag um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði.

 

Samhliða þessu samkomulagi gerðu fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Skv. 8. gr. samningsins var samningurinn gerður með fyrirvara um að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum við samþykkt viðkomandi sveitarstjórna á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar.

Lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins byggðu að meginstefnu til á fyrrgreindu samkomulagi aðila.

 

Framlagt samkomulag felur í sér að Dalabyggð skuldbindur sig að greiða 27.488.885 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar, 80.908.990 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 8.704.432 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 117.102.307.

 

Til máls tóku: Sveinn, Valdís.


Tillaga:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og að kröfur sjóðsins verði greiddar á eindaga. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn greiða kr. 36.193.317 með handbæru fé en tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga kr. 80.908.900 til að greiða framlag í Lífeyrisaukasjóð.


Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna áranna 2018-2021 til að mæta þessum skuldbindingum sem samkomulagið felur í sér og útgáfu skuldabréfa. Sveitarstjóra falið að útfæra viðauka í samstarfi við KPMG endurskoðun og afgreiða hann í takt við sveitarstjórnarlög og fjármálareglur sveitarfélaga.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn situr hjá (VG) 

Tillaga:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 81.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála lánstilboðs sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

 
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.


Er lánið tekið til fjármögununar uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við lífeyrisjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 
Jafnframt er Sveini Pálssyni, kt. 101261-2209, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Dalabyggðar að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum. einn situr hjá (VG).
 


3.  Ný persónuverndarlöggjöf - 1708004

Áður var fjallað um málið á 150. fundi sveitarstjórnar.

 
Með tölvupósti dags. 12. janúar 2018 sendir Samband íslenskra sveitarfélaga leiðbeiningar um hvernig Sambandið telur að innleiðingaferli nýrra geti litið út hjá sveitarfélögum.


Fram kemur að skylda hvílir á öllum opinberum stofnunum þ.m.t. sveitarfélögum að skipa persónuverndarfulltrúa sem jafnframt er heimilt að gegna öðrum störfum hjá sveitarfélaginu.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn felur Valdísi Einarsdóttur safnastjóra að taka að sér störf persónuverndarfulltrúa. Starfshlutfall verði 10% þar til annað verður ákveðið. Ferðamálafulltrúi tekur við umsjón dalir.is þegar nýr vefur verður kominn í notkun.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


4.  Aðalskipulag Dalabyggðar - breytingartillaga - 1708016

Frá 78. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar


Nefndin samþykkti að breytingatillagan varðandi breytingu á landbúnaðarsvæði í efnistökusvæði á um 2 ha svæði í landi Hvítadals í Hvolsdal verði auglýst ásamt umhverfisskýrslu skv. 1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

 

Til máls tók: Sveinn


Í skipulags- og matslýsingu sem auglýst var 1. desember 2017 er einnig fjallað um breytingar á aðalskipulagi vegna vindorkugarðs, iðnaðarlóðar fyrir gagnaver, fjölgun íbúðarlóða í Búðardal, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis, frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal og stækkun byggðalínu. Þessi atriði eru enn til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


5.  Íþróttamannvirki í Búðardal - 1703010

Frá 197. fundi byggðarráðs


Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda verði falið að kanna áhuga hönnuða á því að taka þátt í hönnun íþróttamannvirkja.

 

Byggðarráð leggur einnig til að sveitarstjórn fari með hlutverk framkvæmdanefndar byggingarinnar.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkti tillögu byggðarráðs.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


6.  Jarðir sem tilheyra verndarsvæði Breiðafjarðar - Yfirlit - 1712021

Breiðafjarðarnefnd óskar því eftir að sveitarfélagið útbúi yfirlit yfir þær jarðir þess sem liggja innan verndarsvæðis Breiðafjarðar, að hluta til eða að öllu leyti.

 

Til máls tók: Eyjólfur

 

Tillaga:
Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að taka saman yfirlit yfir þær jarðir í Dalabyggð sem liggja innan verndarsvæðis Breiðafjarðar, að hluta til eða að öllu leyti.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


7.  Áfangastaðaáætlun DMP - 1712015

Svæðisráð Áfangastaðaáætlunar DMP á Vesturlandi óskar eftir að forsvarsaðilar sveitarfélaga á Vesturlandi kynni sér tillögu um aðkomu sveitarfélaganna að gerð og samþykki Áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Vesturland 2018-2020

 

Tillaga að bókun:
Sveitarsjórn vekur athygli á að fundir sveitarstjórnar eru að jafnaði þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Samkvæmt áætlun verkefnisstjórnar má gera ráð fyrir að sveitarstjórn Dalabyggðar taki áætlunina til afgreiðslu 15. maí 2018.

 
Sveitarstjórn óskar eftir að verkefnisstjóri kynni drög að áætluninni fyrir sveitarstjórn 20. febrúar nk.

 

Samþykkt einu hljóði.
 


8.  Samþykkt um stjórn Dalabyggðar - Endurskoðun fyrri umræða. - 1711013

Lögð fram drög að endurnýjaðri samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar til fyrri umræðu. Áður var fjallað um málið á 154. fundi sveitarstjórnar.

 

Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir óbreyttum fjölda sveitarstjórnarfulltrúa og að áfram skuli starfrækt byggðarráð. Gert er ráð fyrr að fundir færist á fimmtudaga, sveitarstjórn komi saman annan fimmtudag mánaðar og byggðarráð fjórða.

 

Gert er ráð fyrir að skipta upp menningar- og ferðamálanefnd í atvinnumálanefnd og menningarmálanefnd.

 

Tillaga:
Vísað til síðari umræðu.

 

Samþykkt einu hljóði.
 


9.  Íbúafundur - 1801003

Frá 197. fundi byggðarráðs.


Byggðarráð leggur til að haldinn verði íbúafundur og gerir tillögu að dagskrá.

 

Tillaga:
Boðað verði til íbúafundar í Dalabúð miðvikudaginn 24. janúar nk. kl 20:00.

 
Á dagskrá verði eftirfarandi:
     1. Fjárhagsáætlun, sala eigna, uppbygging íþróttamannvirkja í Búðardal, Vínlandssetur, húsnæðisáætlun
     2. Ljósleiðaraverkefni
     3. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi, íbúðalóðir, parhús, raðhús, smáhýsi, vindorkugarður, gagnaver.
     4. Kaffihlé
     5. Fyrirspurnir og umræður

 

Samþykkt einu hljóði.
 


10.  Reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt. - 1801007

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti í desember reglugerð nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt. Með reglugerðinni er kveðið á um að svæðisbundinn stuðningur sé háður akstursfjarlægð frá þéttbýlisstöðum.

 
Byggðarráð Dalabyggðar gerði athugasemd við drög að reglugerðinni og lagði til að þar sem svo háttar til að mörkin skilji milli lögbýla innan sömu sveitar gildi t.d. sveitarfélagamörk. Ekki var tekið tillit til þessa en í útgefinni reglugerð er enn þrengt að möguleikum framleiðenda til að fá undanþágu frá þessum ákvæðum reglugerðarinnar vegna ófærðar og takmarkaðrar vegþjónustu.

 

Til máls tók: Eyjólfur


Fyrr í dag var gefin út reglugerð um breytingu á fyrrnefndri reglugerð þar sem kveðið er á um að viðbótargreiðsla vegna svæðisbundins stuðnings árið 2018 skuli skiptast á milli framleiðenda sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings á árinu 2017 samkvæmt ákvæðum þágildandi reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Þetta er örlítið skref í sanngirnisátt en ekki nægjanlegt.

 

Tillaga að bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur til þess að skilyrði fyrir svæðisbundinn stuðning skv. reglugerð 1183/2017 verði endurskoðuð, með það í huga að mismuna ekki framleiðendum á grunni vegalengdar til Reykjavíkur, sem sækja grunnþjónustu á sama stað líkt og gildir um sauðfjárbændur í Dalabyggð.

 

Samþykkt einu hljóði.
 


11.  Hóll 1 í Hörðudal - Skógrækt - 1712016

Frá 78. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.

 
Félagið Dalirnir heilla - ferðaþjónusta og skógrækt ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi til að hefja skógrækt á jörðinni Hóli 1 í Hörðudal. Fyrirhuguð stærð er 199 ha.

 

Nefndin gerir ekki athugasemdir við að framkvæmdaleyfi verði gefið út að því tilskyldu að fyrir liggi samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

Samþykkt i einu hljóði.
 


12.  Bíldhóll á Skógarströnd - Skógrækt - 1711024

Frá 78. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.

 
Landeigandi óskar eftir að gerður verði skógræktarsamningur í landi sínu.

 
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að skógræktarsamningur verði undirritaður að því tilskyldu að fyrir liggi samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

Samþykkt i einu hljóði.
 


13.  Trappa ehf - Framkvæmda- og umsýslugjald - 1801001

Frá 83. fundi fræðslunefndar.
Á 141. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að taka upp samstarf við Tröppu ehf um þjónustu talmeinafræðinga. Fyrirtækið hefur nú tilkynnt um innheimtu umsýslugjalds til að standa straum að ýmsum kostnaði fyrirtækisins sem Sjúkratrygginagar greiða ekki.

 
Fræðslunefnd leggur til að Dalabyggð greiði umsýslugjaldið en að foreldrar greiði tengigjald.

 

Til máls tóku: Sigurður Bjarni, Sveinn

 
Þjónusta talmeinafræðinga varðandi málþroskafrávik barna er hluti af heilbrigðiskerfinu og fellur undir ríkið. Þjónusta Tröppu hefur gert gert kleyft að veita þjónustuna að einhverju leyti í heimabyggð og þar með sparað forráðamönnum barna ferðakostnað o.fl.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinna og felur sveitarstjóra að uppfæra gjaldskrá Auðarskóla þannig að við bætist liður: Tengigjald vegna þjónustu Tröppu kr. 1.590 pr. kennslustund.

 

Samþykkti einu hljóði.
 


14.  Dalaveitur ehf - Fundargerð 4. fundar - 1801001F

Á 4. fundi stjórnar Dalaveitna ehf var m.a samþykkt breyting á gjaldskrá þannig að stofngjald greiðist í tveimur hlutum, kr. 120.000 staðfestingargjald og kr. 190.000 sem greiðist þegar viðkomandi kerfi er tilbúið til notkunar og strengur hefur verið lagður inn í hús. Samþykkt að þeir sem þegar hafa greitt fullt stofngjald geti fengið seinni hluta greiðslunnar endurgreiddan þar til fyrrnefndar forsendur eru uppfylltar.

 

Til máls tók: Sveinn

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.
 


15.  Byggðarráð Dalabyggðar - Fundargerð 197. fundar - 1712001F

Fundurinn var haldinn 9. janúar sl.

 

Á fundinum var samþykkt að halda áfram samstarfi Dalabyggðar og UDN og auglýsa eftir íþrótta- og tómstundafulltrúa í 80- 100% starf. Einng var samþykkt að halda áfram samstarfi við sjónvarpsstöðuna N4 um framleiðslu þáttanna Að vestan. Þá var fjallað um húsnæðisáætlun og framkvæmdir ársins þar á meðal íþróttamannvirki og Vínlandssetur.

 

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð byggðarráðs.

 

Samþykkt i einu hljóði.
 


16.  Umhverfis- og skipulagsnefnd - Fundargerð 78. fundar - 1711009F

Fundurinn var haldinn 11. janúar sl.

 

Á fundinum var m.a. fjallað um breytingu á aðalskipulagi og skógræktarsamninga.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


17.  Fræðslunefnd Dalabyggðar - Fundargerð 83. fundar - 1711001F

Fundurinn var haldinn 10. febrúar sl.

 

Á fundinum var m.a fjallað um íþrótta- og tómstundastarf, skólastarf Auðarskóla og samstarf við Tröppu ehf.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


18.  Fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi - 1712014

Fundur var haldinn í samstarfsnefndinni 4. desember sl.

Á fundinum var m.a. fjallað um sameiginlega almannavarnanefnd á Vesturlandi og rými fyrir aðgerðastórn í húsi lögreglunnar í Borgarnesi.

 

Minnispunktar frá fundinum lagðir fram til kynningar.


 

19.  Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 855. fundar - 1702004

Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 


20.  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Fundargerð 134. fundar - 1702018

Fundargerð 134. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga Vesturlandi lögð fram til kynningar.
 


21.  Skýrsla um stöðu landsbyggða í Evrópu - 1801005

Skýrsla um stöðu landsbyggða í Evrópu lögð fram til kynningar.
 


22.  Skýrsla sveitarstjóra - 1801004

Síðustu vikur hafa einkennst af nokkrum verkefnum auk þess sem lögbundin leyfi um jól og áramót gáfu færi á að gleyma sömu verkefnum tímabundið.

 
Tilboð og samningar vegna sölu Lauga og Sælingsdalstungu hafa tekið til sín og hef ég átt fundi með fasteinasala, tilboðsgjafa sem og meðeiganda Dalabyggðar af jörðinni Laugum. Unnið er að frágangi kaupsamninga á grunni samkomulags sem sveitarstjórn staðfesti fyrr á fundinum.

 
Dalabyggð keypti eignarhlut ríkisins á árinu 2013 eftir samningaviðræður sem höfðu staðið mánuðum saman. Þá var hafist handa við endurgerð deiliskipulags og lauk þeirri vinnu með staðfestingu skipulagsins í júní 2016. Þá var hægt að hefjast handa fyrir alvöru að selja eignirnar en sveitarstjórn hefur haft þá stefnu að selja eignirnar á Laugum og byggja upp íþróttamannvirki við Auðarskóla með það að leiðarljósi að mannvirkin nýist betur til skóla- og frístundastarfs við hlið annarra skólamannvirkja.


Vel hefur gengið að afla framlaga til uppbyggingar Vínlandsseturs í Leifsbúð og er búið að tryggja yfir 80 millj kr. til verksins. Betur má ef duga skal en óhætt er að horfa björtum augum fram á veginn hvað varðar þetta verkefni sem vonast er til að það komist í höfn á árinu 2019.

 
Ég varð þess heiður aðnjótandi að vera boðinn í nýársmóttöku til forsetahjónanna á Bessastöðum. Ég flutti þeim kveðju Dalamanna og þakkir fyrir heimsókn þeirra hjóna í Dali í desemberbyrjun. Forsetahjónin báðu mig fyrir góðar kveðjur og þakkir til sveitarstjórnar og íbúa Dalabyggðar og er þeim hér með komið á framfæri.


Framundan er íbúafundur, álagning fasteignagjalda, undirbúningur vegna íþróttamannvirkja og vinna við húsnæðisáætlun svo eitthvað sé nefnt.

 
Amen eftir efninu.
 

 

Fundargerð yfirfarin og staðfest. 
 


 Til baka