Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 84

Dags. 7.3.2018

84. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 7. mars 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Sigurður Bjarni Gilbertsson formaður, Eva Björk Sigurðardóttir, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri, Einar Jón Geirsson áheyrnarfulltrúi og Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, Sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1.  Skólastarf 2017-2018 - 1709008

Hlöðver fer yfir skólastarfið.

 

Hlöðver skólastjóri fór yfir það helsta í skólastarfinu:
Fram fóru foreldraviðtöl í grunnskólanum, tveir kennara sóttu námskeið í Hugarfrelsi, Bónda og konudagskaffi á leikskólanum.

 

Skólinn fékk heimsókn frá Grunnskóla Borgarfjarðar sem komu að kynna sér skólastarfið, sérstaklega teymiskennsluna. Vanda Sigurgeirsdóttir heimsótti okkur aftur var með námskeið í fyrirbyggjandi aðgerðum gagnvart einelti.

 

Í febrúar féllu nokkrir dagar niður í skólaakstri vegna veðurs. Tannverndarvika var í skólanum í tengslum við verkefnið heilsueflandi skóli. 7.bekkur fór að Reykjum í Hrútafirði, heppnaðist ferðin mjög vel. Á öskudag fóru kennarar með nemendur að syngja í fyrirtæki, mæltist það vel fyrir hjá foreldrum.

 

Þorrinn var haldinn hátíðlegur. Skipulagsdagur var 20. febrúar, grunnskólinn fór yfir námsmatið í skólanum og leikskólinn sóttu námskeið tengt innleiðingu á Vináttu verkefninu. Skólinn fékk gjafir; trommusett frá René Jenke og Vináttubangsa frá Slysavarnadeild Dalasýslu.

 

Heimsókn frá námsráðgjafa sem tók viðtöl við nemendur í 10.bekk, kynning á Menntaskóla Borgarfjarðar.

 

Hæfileika keppni grunnskólans fór fram í lok febrúar og sá nemendafélagið um hana.
 


2.  Skóladagatöl 2018-2019 - 1803009

Fyrsta umræða um skóladagatöl fyrir leik- og grunnskóla 2018-2019.
 


3.  Auðarskóli - Skólastarf 2018-2019 - 1803008

Skólastjóri Auðarskóla leggur fram tillögu um að íþróttakennsla fari fram í Dalabúð 2018-2019. Farið yfir kosti og galla þess fyrirkomulags.

 

Nefndin samþykkir tillögu skólastjóra.
 


4.  Íþrótta- og tómstundafulltrúi - 1802011

Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa var auglýst í seinni hluta janúar og umsóknarfrestur rann út 7. febrúar sl. Þrjár umsóknir bárust en ein var dregin til baka.


Fulltrúar úr byggðarráði og frá UDN tóku viðtal við umsækjendur 15. febrúar sl. og samþykktu að því loknu að ganga til samninga við Jón Egil Jónsson. Gert er ráð fyrir að Jón Egill hefji störf 15. mars nk.
 


5.  PISA 2018 - 1802004

Með bréfi dags. 2. febrúar 2018 óskar mennta- og menningarmálaráðuneytið eftir góðu samstarfi við starfsfólk grunnskóla, sveitarfélög, skólaþjónustu sveitarfélaga og foreldrafélög um að kynning, undirbúningur og framkvæmd á PISA takist sem best.


PISA könnunin verður lögð fyrir fyrir 15 ára nemendur á tímabilinu frá 12. mars til 13. apríl nk. í öllum grunnskólum landsins.
 


6.  Mentor og ný persónuverndarlöggjöf - 1612016

Drög að samningum við Mentor og Námsfús og trúnaðaryfirlýsingar starfsmanna grunnskóla lögð fram til kynnningar.

 

Skólastjóri kynnir aðlögun sem fram hefur farið vegna nýrrar persónuverndarreglugerðar sem tekur gildi í maímánuði.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

 


 


 Til baka