Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 199

Dags. 13.3.2018

199. fundur byggðarráðs haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. mars 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Framkvæmdir - 1801002

Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda mætir á fundinn.

 

Gert er ráð fyrir að útboð vegna ljósleiðaraframkvæmda verði auglýst um næstu helgi.

 
Framkvæmdum við eldhús í Tjarnarlundi en nánast lokið.

 
Verið er að kanna áhuga arkitekta á því að taka þátt í hönnun íþróttamiðstöðvar.

 

Kristján víkur af fundi.

 

2. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Aðalfundarboð - 1803003

Aðalfundur SSV fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi mánudaginn 19. mars nk.

 

Byggðarráð samþykkir að Valdís Gunnarsdóttir og Ingveldur Guðmundsdóttir verði aðalfulltrúar og Jóhannes H. Hauksson og Sigurður Bjarni Gilbertsson til vara.

 

3. Sorpurðunar Vesturlands - Aðalfundarboð - 1803002

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi mánudaginn 19. mars nk.

 

Byggðarráð samþykkir að Ingveldur Guðmundsdóttir verði fulltrúi Dalabyggðar og Valdís Gunnarsdóttir til vara.

 

4. Landssamband landeigenda á Íslandi - Aðalfundarboð - 1803005

Aðalfundur Landssambands landeigenda á Íslandi verður haldinn á Hótel Sögu 15. mars nk.

 

Til kynningar.

 

5. Brunavarnaáætlun - 1512012

Samkvæmt 13. gr. laga brunavarna, nr. 75/2000 skal liggja fyrir brunavarnaráætlun á starfssvæði slökkviliða.


Brunavarnaáætlanir hafa verið gerðar fyrir Dalabyggð (2007) og Strandabyggð (2006) en þær eru fallnar úr gildi. Gerð voru drög að brunavarnaáætlun fyrir Reykhólahrepp árið 2008 en áætlunin var ekki staðfest.

 
Á fundi oddvita og sveitarstjóra Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sem haldinn var 1. mars sl. var samþykkt að leggja til að sveitarfélögin vinni saman að gerð brunavarnaáætlunar.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að láta vinna sameiginlega brunavarnaáætlun fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð með fyrirvara um samþykki hinna sveitarfélaganna. Sveitarstjórn samþykkir að fela Kristjáni Inga Arnarssyni tæknifræðingi að gera drög að áætluninni með aðstoð slökkviliðsstjóra Dalabyggðar og í samvinnu við slökkviliðsstjóra Reykhólahrepps og Strandabyggðar og Mannvirkjastofnun. Gert verði ráð fyrir að fyrstu drög áætlunarinnar verði lögð fyrir fundi sveitarstjórna í maí 2018.

 

Greinargerð:
Gert verði ráð fyrir sameiginlegri yfirstjórn og eldvarnaeftirliti en slökkviliðin verði að öðru leyti rekin af hverju sveitarfélagi fyrir sig. Gert verði ráð fyrir fullburða útkallseiningum í Búðardal, Reykhólum og Hólmavík en náið samstarf haft um stærri útköll, bakvaktir og æfingar eftir því sem kostur er. Slökkviliðunum verði falið að hafa umsjón með mengunarvörnum í höfnum sbr. reglugerð nr. 1010/2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda.

 

Vísað til sveitarstjórnar.

 

6. Húsnæðisáætlun - 1709024

Sjálfseignarstofnunin Bæjarsól áformar að byggja leiguíbúðir til útleigu skv. lögum um almennar íbúðir.

 

Bæjarsól hefur óskað eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi verkefnið og óskað eftir lóðum til að byggja allt að 12 íbúðir.

 

Byggðarráð fagnar áhuga Bæjarsólar en ljúka þarf afgreiðslu deiliskipulags áður en lóðirnar koma til úthlutunar.

 

7. Húsaleigusamningur - Riftun - 1301018

 

Sveitarstjóra falið að halda málinu áfram.

 

8. Mál frá Alþingi til umsagnar - 1802002

Alþingi sendir eftirfarandi til umsagnar:


- Tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál. 
- Tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál.

 

Til kynningar.

 

9. Mál frá Alþingi til umsagnar - 1803006

Alþingi sendir eftirfarandi til umsagnar:


- frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál.
- tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 169. mál.
- frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál.

 

Byggðarráð fagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 169. mál og hvetur til að tillagan verði samþykkt.

 

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

 

10. Samtök um söguferðaþjónustu - Aðalfundarboð - 1803011

Aðalfundur Samtaka um söguferðaþjónustu 2018 verður haldinn í Fransiskus Hótelinu í Stykkishólmi 12. apríl nk.

 

Byggðarráð samþykkir að Sigurður Jökulsson verði fulltrúi Dalabyggðar á fundinum.

 

11. Foreldrafélag Auðarskóla - Umsókn um styrk - 1802028

Félagið sækir um styrk til starfseminnar. Óskað er eftir að styrkurinn verði hærri en á fyrra ári.

 

Byggðarráð samþykkir að veita styrk skv. fjárhagsáætlun kr. 450.000,-.

Fært af lið 0459-0481.

 

12. Ársreikningur 2017 - 1803012

Drög að ársreikningi lögð fram.

 

Ársreikningur verður lagður fram á fundum byggðarráðs og sveitarstjórnar 20. mars nk.

 

13. Aðalskipulag 2017-2029 - 1803013

Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar um að mótuð verði stefna um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu í samhengi við heildarendurskoðun aðalskipulags sem sveitarstjórn áformar að hefja á árinu.

 

Borist hafa tilboð frá tveimur ráðgjafafyrirtækjum í gerð skýrslu sem nýst getur við mótun slíkrar stefnu.

 

Byggðarráð leggur til að gengið verði að tilboði Eflu ehf.


Gert er ráð fyrir fjármagni til aðalskipulags á lykli 0922.

 

14. Íbúðir fyrir aldraða - Gunnarsbraut 11a og 11b - 1802015

Íbúðir fyrir eldri borgara og lífeyrisþega að Gunnarsbraut 11a og 11b í Búðardal voru auglýstar til leigu í Dalapóstinum og á vef Dalabyggðar 27. febrúar sl. Umsóknarfrestur rann út 9. mars sl.
6 umsóknir bárust.

 

Gert er ráð fyrir að tekin verði ákvörðun um úthlutun 20. mars nk. að loknu mati.

 

15. Héraðsbókasafn - bókavörður - 1708010

Staða bókavarðar Héraðsbókasafns Dalasýslu var auglýst í Dalapósti og á vef Dalabyggðar 27. febrúar sl. Umsóknarfrestur rann út 9. mars sl.

4 umsóknir bárust.

 

Sveitarstjóra falið að boða umsækjendur í viðtöl.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

 

 

 Til baka