Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 160

Dags. 17.4.2018

Hljóðupptaka fundarins:

 

160. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 17. apríl 2018 og hófst hann kl. 18:00


Fundinn sátu:
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, Halla S. Steinólfsdóttir, Eyþór Jón Gíslason aðalmaður, Ingveldur Guðmundsdóttir aðalmaður, Þorkell Cýrusson aðalmaður, Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður, Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Oddviti óskar eftir að á dagskrá verði bætt fundargerð 12. fundar stjórnar Silfurtúns og 81. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar og málum sem þar voru afgreidd: málsnr. 1708016, 1802017 og 1804023.
Einnig erindi Nesodda ehf. málsnr. 1804026.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Dagskrá:

 

1. Sala eigna - Laugar og Sælingsdalstunga - 1609021

Dalabyggð barst þann 18. desember 2017 tilboð í húseignir Dalabyggðar og Dalagistingar efh að Laugum, 50% hlut Dalabyggðar í jörðinni Laugar og jörðina Sælingsdalstungu. Skv. tilboðinu er gert ráð fyrir að hlutar söluverðs verði til greiðslu 31.12.2019 (50 millj. kr.) á þriðja veðrétti og 31.12.2022 (150 millj. kr) á öðrum veðrétti.


Með tölvupósti dags. 21.12.2017 var fasteignasala tilkynnt um að Dalabyggð muni taka tilboðinu með nokkrum fyrirvörum m.a. að ekki bærist hagstæðara tilboð fyrir 30. desember 2017 og að skuldabréf vegna seinni greiðslna verði tryggð með 1. eða 2. veðrétti í öllum eignum.


Ekki bárust hagstæðari tilboð og á fundi sveitarstjórnar 16. janúar var samþykkt að ganga til samninga að uppfylltum nokkrum fyrirvörum.

 
Tilboðsgjafi féll frá fyrirvörum sínum 5. apríl 2018 en óskar jafnframt eftir að Dalabyggð færi skuldabréf sín á þriðja veðrétt.

 

Til máls tóku: Sigurður Bjarni, Valdís.


Lögð fram tillaga:
Dalabyggð hefur ítrekað framlengt fresti tilboðsgjafa til að falla frá fyrirvörum um fjármögnun og rann fresturinn loks út 5. apríl sl.
Sveitarstjórn setti það sem skilyrði fyrir að fresta greiðslum að skuldabréf vegna þessa væri tryggt með fyrsta eða öðrum veðrétti.
Sveitarstjórn hafnar því að skuldabréf vegna greiðslna tilboðsgjafa verði neðar en á öðrum veðrétti og slítur viðræðum við tilboðsgjafa.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

2. Ársreikningur 2017 - 1803012

Ársreikningur Dalabyggðar var til fyrri umræðu á 159. fundi 20. mars sl.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarsjórn samþykkir ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2017 með undirritun sinni.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 


3. Íþróttamannvirki í Búðardal - 1703010

Lagt fram minnisblað um samskipti umsjónarmanns framkvæmda og sveitarstjóra við arkitekta vegna hönnunar íþróttahúss og sundlaugar í Búðardal.

 

Til máls tóku: Sigurður Bjarni,

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn þakkar starfsmönnum fyrir undirbúninginn og arkitektunum áhugann en vísar málinu til nýrrar sveitarstjórnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

4. Reiðhöll í Búðardal - 1804026

Með bréfi dags. 16. apríl 2018 gera forsvarsmenn Nesodda ehf grein fyrir skuldavanda félagsins vegna reiðhallarinnar í Búðardal en rekstur félagsins stefnir í þrot á næstu vikum verði ekki að gert.


Valberg Sigfússon, formaður Hestamannafélagsins Glaðs og stjórnarmaður í Nesodda ehf. hefur kynnt sveitarsjórnarmönnum málið.

 
Eigendur Nesodda ehf. telja sig geta lagt fram 4 milljónir til að leysa skuldavanda reiðhallarinnar. Það eitt og sér dugar ekki til því eftirstöðvar skuldanna myndu engu að síður setja félagið í þrot á stuttum
tíma.


Aðstandendur Hestamannafélagsins Glaðs og Nesodda ehf óska eftir að sveitarstjórn Dalabyggðar leggi til 4 millj. kr., annað hvort sem styrk eða í formi hlutafjár. Eigendur telja sig geta lagt fram samsvarandi upphæð.

 

Eyþór víkur af fundi.


Lögð fram tillaga:
Reiðhöllin hefur hleypt lífi í hestamennsku í Dalabyggð og hafa hestamenn m.a. sinnt ungmennastarfi af myndarskap.

 
Með fyrirvara um að fjármögnun verði tryggð skv. viðaukaáætlun síðar á fundinum samþykkir sveitarstjórn að styrkja Hestamannafélagið Glað um 4 millj. kr. að því gefnu að eigendur Nesodda ehf. leggi fram jafnháa upphæð og að skuldavandi félagsins sé þar með leystur.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Eyþór kemur inn á fundinn.

 

5. Veiðifélag Laxár í Hvammssveit - Aðalfundarboð - 1804020

Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Hvammssveit fer fram 21. apríl nk.

 

Lögð fram tillaga:
Eyþór Jón Gíslason fer með umboð Dalabyggðar vegna Lauga og Sælingsdalstungu. Ingveldur Guðmundsdóttir er til vara.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

6. Veiðifélag Laxdæla - Aðalfundarboð - 1804015

Aðalfundur Veiðifélag Laxdæla fer fram 18. apríl nk.

 

Lögð fram tillaga:
Jóhannes Haukur Hauksson fer með umboð Dalabyggðar vegna Fjósa.
Halla S. Steinólfsdóttir til vara.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 


7. Tjaldsvæðið Búðardal - 1804010

Frá 201. fundi byggðarráðs.
Sveitarstjórn samþykkti á 158. fundi tillögu menningar- og ferðamálanefnar um að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum í Dalapósti og á vef Dalabyggðar.


Tvö tilboð bárust. Ferðamálafulltrúi aflaði umsagna tveggja utanaðkomandi aðila um umsóknirnar.


Byggðarráð vísaði málinu til sveitarstjórnar.

 

Eyþór og Valdís víkja af fundi.

 
Til máls tóku: Sigurður Bjarni,

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn metur umsóknirnar jafngildar og samþykkir að ganga til samninga við Anne Carolin A Baare-Schmidt sem komið hefur að rekstrinum síðasta árið.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum.

 

Eyþór og Valdís koma inn á fundinn.

 

8. Laugargerðisskóli - eignarhlutur - 1312011

Frá 201. fundi byggðarráðs.
Lögð fram drög að afsali þar sem gert er ráð fyrir að Dalabyggð, ásamt Borgarbyggð og Snæfellsbæ selji Eyja- og Miklaholtshreppi eignahlut í Laugagerðisskóla.

 

Til máls tóku: Sveinn


Gert er ráð fyrir að hlutur Dalabyggðar af söluverði sé um 7,8 millj. kr. Hlutur Dalabyggðar í Laugagerðisskóla hefur ekki verið færður til eignar í bókum Dalabyggðar.


Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að undirrita afsal f.h. Dalabyggðar í samræmi við fram lögð gögn.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

9. Fjárhagsáætlun 2018 - Viðauki 1 - 1804002

Frá 201. fundi byggðaráðs.
Lögð fram drög að viðauka 1 við fjárhagsáætlun árins. Gert er ráð fyrir útgjaldaauka 6 millj. kr: 3.000.000,- v/ uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú (2202) 2.000.000,- þróunarverkefni v/Eiríksstaða (0565) 1.000.000,- hugbúnaðarleyfi o.fl. fyrir Auðarskóla (04211) Gert ráð fyrir að tekur ársins verði hærri en en upphafsáætlun sem þessu nemur: 6.000.000,- útgjaldajöfnunarframlag (0010). Vísað til sveitarstjórnar.

 

Lagt til að auk tillagna byggðarráðs verði gert ráð fyrir styrk til Hestamannafélagsins Glaðs 4 millj. kr. af lið 0682 vegna reiðhallar í Búðardal, 1,4 millj. kr. til umhverfismála, liður 1152, og 1,4 millj. kr. til viðhalds rétta, liður 1322 og 1,0 millj. kr. til göngustíga, liður 10410. Viðbætur alls 13,8 með tillögu byggðarráðs.


Fjármagnað með söluandvirði Laugagerðisskóla og útgjaldajöfnunarframlagi.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Oddviti leggur til að sveitarstjóra verði falið að ganga frá viðaukaáætlun í samræmi við þetta og senda Hagstofu.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

10. Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Breytingar - 1708016

Frá 81. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Um er að ræða breytingu á landbúnaðarsvæði í efnistökusvæði á um 2 ha svæði í landi Hvítadals í Hvolsdal.

 

Lögð fram tillaga.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

11. Deiliskipulag við Borgarbraut - 1802017

Frá 81. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin leggur til að tillaga að deiliskipulagi við Borgarbraut verði auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Í tillögunni er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir tvær raðhúsalengjur vestan megin við götuna sem er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi, sem er nú þegar í auglýsingaferli.

 

Lögð fram tillaga:
Lagt til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

12. Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag - 1804023

Frá 81. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin leggur til að tillagan að deiliskipulag fyrir Gildubrekkur í Hörðudagl verði auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi, sem er nú þegar í auglýsingaferli.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

13. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 12 - 1711006F

12. fundur stjórnar Silfurtúns fór fram 30. janúar sl.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

14. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 14 - 1803006F

14. fundur stjórnar Silfurtúns fór fram 27. mars sl.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

15. Svæðisskipulagsnefnd - Fundargerðir 10. og 11. funda og afgreiðsla svæðisskipulagtillögu - 1702022

Lagðar fram fundargerðir svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar frá 18. janúar og 26. mars 2018.


Nefndin leggur til að tillaga að svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt skv. 25. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, að gerðum þeim lagfæringum sem lýst er í fundargerð nefndarinnar.

 

Til máls tók Sigurður Bjarni

 

Oddviti lagði fram tillögu:
Með vísan í 3. mgr. 25 .gr skipulagslaga og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana samþykkir sveitarstjórn svæðisskipulagið og umhverfisskýrsluna og felur svæðisskipulagsnefnd að senda gögnin til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 á móti (SBG, VG)

 

16. Byggðarráð Dalabyggðar - 201 - 1803004F

Fundurinn var haldinn 10. apríl sl.

 

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

17. Umhverfis- og skipulagsnefnd - 81 - 1803003F

Fundurinn var haldinn 16. janúar sl.

 

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

18. Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 858 fundar - 1802003

Lagt fram til kynningar

 

19. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerðir 147, 148 og aðalfundar - 1803028

Lagt fram til kynningar.

 

20. Ungmennaráðstefna UMFÍ 2018 - 1804003

Lagt fram til kynningar.

 

21. Skýrsla sveitarstjóra - 1801004

Sveitarstjóri flutti skýrslu sína.

 

 

Fundargerð yfirfarin og staðfest.

 

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 15. maí nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

 

 

 

 


 Til baka