Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 205

Dags. 26.7.2018

205. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 26. júlí 2018 og hófst hann kl. 10:00


Fundinn sátu:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir og Þuríður Jóney Sigurðardóttir.


Fundargerð ritaði:  Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti

 

Dagskrá:

 

1. Ráðning sveitarstjóra - 1806013

Sveitarstjórn Dalabyggðar leitaði til Hagvangs með ráðningarferli nýs sveitarstjóra. Umsóknarfrestur rann út 9. júlí sl. Alls bárust 13 umsóknir um starfið. Á grunni vinnu Hagvangs voru fjórir aðilar boðaðir í fyrstu viðtöl og síðan tveir í framhaldsviðtal.


Að loknum framhaldsviðtölum var einhugur í sveitarstjórn á óformlegum fundi að ráða Kristján Sturluson sem sveitarstjóra Dalabyggðar.

 

Byggðaráð samþykkir ráðningu Kristjáns Sturlusonar sem sveitarstjóra Dalabyggðar 2018-2022. Kristján mun hefja störf 1. september nk.

 

2. Fundartími byggðaráðs - 1711013

Skv. samþykkt um stjórn Dalabyggðar nr. 391/2018 skal byggðaráð funda að jafnaði fjórða fimmtudag hvers mánaðar.

 

Byggðaráð samþykkir að reglulegur fundartími byggðaráðs sé klukkan 10:00.

 

3. Endurskoðun um samstarf sveitarfélaga - 1801023

Með bréfi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags 25. janúar sl. og ítrekun 11. júlí sl. er óskað eftir upplýsingum um samninga varðandi samstarf sveitarfélaga. Eins er óskað eftir álit á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga.

 

Byggðaráð felur oddvita og skrifstofustjóra að svara erindinu f.h. Dalabyggðar.

 

4. Umsagnarbeiðni - Nýp á Skarðsströnd - 1807006

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Pennu sf. kt: 440400-3450 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, sem rekinn er að Nýp, Skarðsströnd.

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.

 

5. Hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum - 1807001

Frá 163. fundi sveitarstjórnar:


Sveitastjórn Dalabyggðar samþykkir að beina því til byggðaráðs að kanna útfærslur og kostnað við að taka sveitarsjórnarfundi upp í hljóð og mynd. Einnig skal skoða útfærslur og kostnað við að senda sveitarstjórnarfundina út í beinni útsendingu á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Byggðaráð er með málið í skoðun og afgreiðslu þess frestað.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

 Til baka