Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 164

Dags. 9.8.2018

Hljóðupptaka fundarins:

 

64. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 9. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður, Anna Berglind Halldórsdóttir varamaður og Magnína G Kristjánsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Magnína G Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri

 

Oddviti býður Svönu Hrönn Jóhannsdóttur og Önnu Berglindi Halldórsdóttur velkomnar á þeirra fyrsta sveitarstjórnarfund.

 

Dagskrá:

 

1. Ráðning sveitarstjóra - 1806013

Á 205. fundi byggðaráðs þann 26. júlí sl. var gengið frá ráðningu Kristjáns Sturlusonar í starf sveitarstjóra, kjörtímabilið 2018-2022.


Skv. samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar þarf sveitarstjórn að staðfesta ráðningu í æðstu stjórnunarstöður.

 

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti ráðningu Kristjáns Sturlusonar í starf sveitarstjóra Dalabyggðar kjörtímabilið 2018-2022.

 

Samþykkt í einu hljóði

 

2. Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar - 1806011

Skipa þarf fjóra fulltrúa á aldrinum 14-20 ára í Ungmennaráð Dalabyggðar.

 

Skipa þarf fyrir 15. september ár hvert.

 

Oddviti leggur til að tómstundafulltrúi í samráði við ungmenni komi með tillögu að skipan Ungmennaráðs Dalabyggðar.

 

Samþykkt í einu hljóði

 

3. Kosning í verkefnabundnar nefndir skv. C-hluta samþykkta Dalabyggðar - 1808003

Kjósa þarf fulltrúa Dalabyggðar í Eiríksstaðanefnd og fulltrúa í Svæðisskipulagsnefnd.

 

Oddviti ber upp tillögu um fulltrúa í Eiríksstaðanefnd:

 
Aðalmaður: Þuríður Jóney Sigurðardóttir.
Varamaður: Eyjólfur Ingvi Bjarnason.


Samþykkt í einu hljóði.

 

Oddviti ber upp tillögu um fulltrúa í Svæðisskipulagsnefnd:

 
Aðalmenn: Ragnheiður Pálsdóttir og Hörður Hjartarson.
Varamenn: Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Einar Jón Geirsson.

 
Samþykkt í einu hljóði.

 

4. Stofngjald ljósleiðara - eignir Dalabyggðar - 1808002

Sveitarstjórn þarf að taka afstöðu hvort tengja eigi allar eignir þess við ljósleiðara. Um er ræða eignir sveitarfélagsins á Laugum, félagsheimilin á Staðarfelli og í Tjarnarlundi auk íbúðarhúss að Skuld.

 

Oddviti leggur til að allar eignir sveitarfélagsins á Laugum, félagsheimilin á Staðarfelli og í Tjarnarlundi auk íbúðarhúss að Skuld verði tengdar við ljósleiðara Dalaveitna ehf.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

5. Lántaka vegna framkvæmda Dalaveitna ehf. - 1807012

Á fundi í stjórn Dalaveitna ehf. þann 30. júlí sl. var samþykkt að óska eftir láni að upphæð 50 milljónir króna hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við lagningu ljósleiðara í Dalabyggð.

 
Dalaveitur ehf. taka lánið en sveitarfélagið gengst í ábyrgð fyrir lánsfjárhæð.

 

Í kostnaðaráætlun sem unnin var í tengslum við styrkumsóknir til Fjarskiptasjóðs var heildarkosnaður við ljósleiðaraframkvæmdir í Dalabyggð 178,5 milljónir og þar gert ráð fyrir 25% ófyriséðum kostnaði. Í þeirri áætlun eru 33 milljónir ófjármagnaðar þegar framlög og stofngjöld hafa verið greidd.

 

Fari stofnkostnaður 40% framúr áætlun er heildarkostnaður tæpar 200 milljónir og ófjármagnað 54 milljónir.

 

Miðað við stöðu verkefnisins í dag er líklegt að framkvæmdir fari að lágmarki 25% framúr áætlun á þessu ári.


Dalabyggð samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Dalaveitna ehf. kt: 590117-1880 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 50.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

 

Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.


Er lánið tekið til fjármögnunar lagningu ljósleiðara í Dalabyggð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 
Jafnframt er Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, kt: 290384-3119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

Tillagan samþykkt í einu hljóði.

 

6. Íþróttamannvirki í Búðardal - 1703010

Með tölvupósti 3. ágúst sl. óskar Skúli H. Guðbjörnsson eftir umræðu um íþróttamannvirki í Búðardal.

 

Til máls tóku: Skúli og Einar Jón.

 

Tillaga Skúla:
Sveitastjórn Dalabyggðar samþykkir að við undirbúning að aðalskipulagi Dalabyggðar sem samþykkt hefur verið að ráðast í verði horft til þess að sveitafélagið hefur í huga að reisa íþróttamannvirki í Búðardal og því sé nauðsynlegt að aðalskipulagsvinnan geri ráð fyrir slíkum mannvirkjum. Þar verði horft til vinnu starfshóps um íþróttamannvirki sem starfaði á síðasta ári. Í framhaldinu verði ráðist í að deiliskipuleggja umrætt svæði. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 verði teknir frá fjármunir í þetta verkefni. Á þessum grunni veður svo hægt að hanna hús og gera kostnaðaráætlun og ákveða næstu skref varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal.

 

Tillagan samþykkt í einu hljóði

 

Þuríður Jóney víkur af fundi og Jón Egill Jónsson kemur inn á fund


7. Íbúakosning - 1806007

Á 163. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að setja mál í íbúakosningu en í bókun fundar er ekki skýrt um hvað mál á að kjósa í íbúakosningu.

 

Til máls tóku: Einar Jón, Eyjólfur, Einar Jón, Svana Hrönn, Skúli, Anna Berglind og Jón Egill.

 

Svana Hrönn hvetur oddvita til að víkja af fundi oddviti svarar þessu.

 

Dagskrártillaga frá Svönu um að Eyjólfur víki af fundi.

 

Tillagan fellur á jöfnum atkvæðum. EIB sat hjá.

 

Eyjólfur ber upp tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar mun ekki setja tillögu Arnarlóns ehf. í íbúakosningu vegna formgalla sem voru við framkvæmd undirskriftrarsöfnunar í vor sbr. reglugerð nr. 155/2013.

 

Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur

 

Bókun frá Einari Jóni og Svönu
Við undirrituð lýsum furðu okkar og vonbrigðum á afgreiðslu meirihluta sveitarstjórnar varðandi íbúakosningu um Laugamálið. Að það sé gengið framhjá kjósendum með jafn afgerandi hætti ber vott um valdhroka og lýsir gríðarlegu vantrausti á íbúum Dalabyggðar.

 

Þuríður Jóney kemur inná fund og Jón Egill Jónsson víkur af fundi

 

8. Sala eigna - Laugar í Sælingsdal - 1609021

Einar Jón Geirsson hefur óskað eftir því að ræða sölu eigna á Laugum.

 

Til máls tóku: EJG, SHG, EIB, SHJ og ABH.

 

Einar Jón kemur með eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að setja tillögu Arnarlóns frá 13. maí auk viðbóta frá 18. maí og sameiginlegum fundi núverandi sveitarstjórnar með fasteingasala og tilboðshafa 11. júlí síðastliðinn í íbúakosningu.

 

Eyjólfur leggur til að vísa tillögunni frá.

Frávísunartillaga samþykkt með fimm atkvæðum (SHG, RP, ÞJS, EIB, ABH) gegn tveimur (EJG, SHJ).

 

Tillaga frá Einari Jóni.
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að halda íbúafund um stöðuna í Laugamálinu og íbúakosningu um sama mál.


Fundurinn skal fara fram innan tveggja vikna.

 

Einar Jón kemur með breytingartillögu.

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að halda íbúafund um stöðuna í Laugamálinu og íbúakosningu um sama mál.

 
Fundurinn skal fara fram innan fjögurra vikna.

 

Eyjólfur leggur til að vísa tillögunni frá.

Frávísunartillaga samþykkt með fimm atkvæðum (SHG, RP, ÞJS, EIB, ABH) gegn tveimur (EJG, SHJ).

 


9. Byggðarráð Dalabyggðar - 205 - 1807001F

Á 205. fundi byggðaráðs var gengið frá ráðningu Kristjáns Sturlusonar í starf sveitarstjóra Dalabyggðar. Eins var til umræðu mál varðandi endurskoðun á samstarfi sveitarfélaga. Ein umsagnarbeiðni var afgreidd og mál varðandi hljóð- og myndupptökur var til skoðunar.

 

Til máls tóku: EJG, EIB, SHG og ABH.

 

Oddviti leggur til að fundargerð byggðaráðs verði samþykkt.

 

Fundargerðin samþykkt í einu hljóði

 


10. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 1 - 1806002F

Á 1. fundi Atvinnumálanefndar var fundartími nefndarinnar skilgreindur og ferðamálafulltrúi fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi.

 

Oddviti leggur til að fundargerð atvinnumálanefndar verði samþykkt.


Fundargerð atvinnumálanefndar samþykkt í einu hljóði.

 

11. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 17 - 1805009F

Á 17. fundi stjórnar Silfurtúns fór Eyþór Gíslason yfir rekstur og starfsemi heimilisins ásamt því að fara með stjórn um heimilið.

 

Oddviti leggur til að fundargerð stjórnar Silfurtúns verði samþykkt.


Fundargerðin samþykkt í einu hljóði.

 

12. Dalaveitur ehf - 7 - 1807006F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

13. Drög að reglum um úthlutun ráðherra - 1808001

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur kynnt drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar og óskar eftir umsögnum um þær í samráðsgátt stjórnvalda.

 

Umsagnarfrestur er til og með 14. ágúst nk.

 

Lagt fram til kynningar

 

14. Fundur um þjóðlendur 31. ágúst - 1807005

Með bréfi frá forsætisráðuneytinu 10. júlí sl. er kynnt að haldinn verður fundur 31. ágúst nk. í Borgarnesi um þjóðlendur. Fundurinn er fyrir sveitarstjórnir og fjallskilanefndir en Dalabyggð hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem eru með þjóðlendur innan sinna marka.

 

Lagt fram til kynningar

 

 

Fundargerð yfirfarin og samþykkt. Næsti reglulegi sveitarstjórnarfundur er áætlaður 13. september.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

 


 


 Til baka