Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Félagsmálanefnd, fundur nr. 49

Dags. 26.9.2018

49. fundur Félagsmálanefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 26. september 2018 og hófst hann kl. 09:00


Fundinn sátu:

Ingveldur Guðmundsdóttir formaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður, Herdís Erna Gunnarsdóttir varamaður, Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri og Thelma Eyfjörð félagsráðgjafi.


Fundargerð ritaði: Thelma Eyfjörð Jónsdóttir

 

Dagskrá:

 

1. 1809016 - Trúnaðarbók
Lögð var fram ein umsókn um fjárhagsaðstoð, ein varðandi félagslega heimaþjónustu og ein varðandi liðveislu.

 

Skráð í trúnaðarbók.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók.

 

Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir.

 

Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


2. 1806029 - Félagsmálanefnd – erindisbréf
Formaður og félagsráðgjafi fara yfir erindisbréfið með tilliti til breytinga miðað við núverandi fyrirkomulag varðandi starfsemi nefndarinnar.

 

3. 1809007 - Félagsleg heimaþjónusta
Lagt fram yfirlit frá verkstjóra félagslegrar heimaþjónustu.

 
Í dag þiggja tólf heimili þjónustu sem veitt er af fimm starfsmönnum.
Svipaður fjöldi þjónustuþega hefur verið undanfarin ár. Að sögn verkstjóra gengur heimilisþjónustan vel.

 
Nefndin leggur til að athugað verði með skipulagt samstarf milli heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Það verði skoðað með tilliti til nýrra persónuverndarlaga.

 

4. 1807008 - Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar
Nefndin felur starfsmönnum félagsþjónustu að gera tillögu að reglum er varðar 18 ára aldurstakmark á dansleiki í húsnæði Dalabyggðar.

 

Breytt aldurstakmark á skemmtanir væri í samræmi við lögræðislög þar sem einstaklingar eru börn til 18 ára aldurs og væri stuðningur við heilsueflandi stefnu Auðarskóla.

 

5. 1712001 - Í skugga valdsins
Kynnt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um einelti, ofbeldi, kynferðislega áreitni, og kynbundið áreiti. Þau sveitarfélög sem ekki hafa sett sér stefnu og viðbragðsáætlun í þeim málum eru hvött til að gera það.

 

Nefndin samykkir að vinna drög að áætlun.

Formaður leiðir vinnunna.

 

6. 1802005 - Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Félagsmálanefnd hvetur sveitarstjórn til að taka tillit til þess við úthlutun fjárveitinga hvort íþróttafélög og önnur félög sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga setji sér siðareglur, viðbraðgsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.

 

7. 1809004 - Erindi frá ADHD samtökunum
Lagt fram kynningarbréf um hvattningarverðlaun og stutmyndaverkefnið ,,lífið á eyjunni´´ frá ADHD samtökunum.

 

8. 1809002 - Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál
Fundurinn var haldin 20-21.september s.l.

 

9. 1809026 - Linkur á ný og breytt lög
Ný lög um félagsþjónustu taka gildi 1. október og lög um þjónustu við  fatlað fólk við langvarandi stuðningsþarfir

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið 11.45Til baka