Umhverfis-og skipulagsnefnd, fundur nr. 85
Dags. 5.10.2018
85. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 5. október 2018 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Hörður Hjartarson, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Jón Egill Jónsson, Svana Hrönn Jóhannsdóttir og Bogi Kristinsson Magnusen.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ritari
Dagskrá:
1. Tillaga að nýju aðalskipulagi 2018 - 1806027
Gísli Gíslason og Ásgeir Jonsson frá Verkfræðistofunni Eflu komu á fundinn og fjölluðu um aðalskipulagsferli og kynntu flokkun landbúnaðarlands með tilliti til skógræktar.
2. Umsagnarbeiðni - Svarfhóll - 1809025
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið
3. Laxárdalsvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi - 1809032
Nefndin frestar málinu þar sem gögn vantar.
4. Deiliskipulag Hvammar - 1802018
Skipulagstillaga samþykkt sbr. 40. og 41. grein skipulagslaga.
5. Skógrækt - umsókn um framkvæmdaleyfi - 1809035
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að framkvæmdaleyfi verði gefið út að því tilskyldu að fyrir liggi samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.
6. Gefum selum lengra líf - 1709012
Byggingarfulltrúa og ferðamálafulltrúa er falið að kanna skilyrði verkefnisins, svo sem nauðsynleg leyfi, kostnað við verkefnið og möguleika til samstarfs um rannsóknarverkefni.
8. Umsókn um skráningu nýrra landeigna - Lambabrekka - 1810006
Nefndin samþykkir erindið, en bendir á að lóðin er afmörkuð úr landi Ytri Hrafnabjarga, en ekki Geirshlíðar, eins og getið er í uppdrætti.
9. Frístundasvæði - Ós á Skógarströnd - 1810008
Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa lýsingu á skipulaginu.
7. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa - 1511031
Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa - 1511031
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir að breytingum á embættinu
Umræða um hvort breyta eigi því fyrirkomulagi á embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sem er sameiginlegt fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp.
Til máls tóku: Skúli, Kristján og Einar Jón.
Oddviti leggur fram tillögu um að sveitarstjóra verði falið að athuga þetta mál og leggja tillögu fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Samþykkt í einu hljóði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30
Til baka