Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Atvinnumálanefnd, fundur nr. 4

Dags. 25.9.2018

4. fundur Atvinnumálanefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 25. september 2018 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:
Pálmi Jóhannsson, Garðar Vilhjálmsson, Gyða Lúðvíksdóttir, Þórey Björk Þórisdóttir, Einar Jón Geirsson, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Jón Egill Jóhannsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Jón Egill Jónsson og Bjarnheiður Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ferðamálafulltrúi

 

Dagskrá:

 

1. Atvinnumálanefnd - erindisbréf - 1806028

Bjarnheiður lagði fram tillögu að breytingum á erindisbréfi. Einar Jón lagði til viðbót við tillöguna:


Nefndin skal leitast við að kynna sér fyrirtæki í sveitarfélaginu, stór og smá, með heimsóknum og fundum.


Að öðru leyti er tillagan samþykkt og ferðamálafulltrúa falið að ganga frá skjalinu.

 

2. Eiríksstaðir 2018 - 1804009

Fram var haldið umræðum um Eiríksstaði og framtíð þeirra, frá síðasta fundi.

 

Ákveðið að ferðamálafulltrúi ræði við Sigurð um hvort hann geti hugsað sér að starfa samkvæmt nýjum samningi eftir áramótin.

 

4. Sæfrost - 1809031

Nefndarmenn heimsóttu Sæfrost í lok fundar og ræddu við Breka Bjarnason og Gísla Baldursson.

 

Fyrirtækið hefur vaxið undanfarið, en um 1000 tonn fara í gengum það árlega.

 

Um 7 ársstörf eru við fyrirtækið, en starfsemin er meiri á sumrin. Megnið af hráefninu eru: lax, grásleppa og makríll.

 

Breki leggur áherslu á að sveitarfélagið beiti sér fyrir breytingum á reglum um byggðakvóta, en félagið hefur vegna núverandi reglna ekki heimild til að sækja um hann.

 

Einnig voru rædd húsnæðismál, en heppilegt húsnæði fyrir starfsmenn er af skornum skammti í Búðardal.

 

3. Vínlandssetur - 1807013

Bjarnheiður sagði frá stöðu mála í verkefninu og lagði fram upplýsingar um stöðu þess.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.Til baka