Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 209

Dags. 25.10.2018

209. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 25. október 2018 og hófst hann kl. 10:30


Fundinn sátu:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður og Kristján Sturluson embættismaður.


Fundargerð ritaði:  Kristján Sturluson, sveitarstjóri

 

Í upphafi fundar var samþykkt aað bæta tveimur málum á dagskrá. 1810010- Umsókn - sundnámskeið og 1810007-Bændur græða landið - beiðni um styrk 2018.

 

Dagskrá:

 

1. Samgöngumál - samgönguáætlun - 1810014

Drög að umsögn Dalabyggðar um samgönguáætlun lögð fram.

 

Byggðarráð samþykkir drögin sem verða send til Alþingis.

 

2. Ægisbraut 9 - Umsókn um byggingarlóð - 1809040

Umsókn um lóð lögð fram.

 

Lóðarúthlutun samþykkt.

 

3. Sameinuð almannavarnanefnd á Vesturlandi - 1712010

Lagt fram erindi frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi vegna ráðningar á starfsmanni fyrir almannavarnanefnd.

 

Málið hefur verið rætt á vettvangi SSV og þar er áfram unnið með það.

 

Byggðarráð mun taka málið aftur upp þegar frekari upplýsingar berast frá SSV.

 

4. Hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum - 1807001

Lagt fram minnisblað um hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum og fylgigögn með fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs.

 

Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.

 

5. Vínlandssetur - 1807013

Sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi með rekstaraðila Leifsbúðar.

 

Byggðarráð sammþykkir að skipa framkvæmdanefnd vegna Vínlandsseturs. Í henni sitji fulltrúi frá Landnámssetri, Svavar Gestsson úr Eiríksstaðanefnd, Bogi Kristinsson skipulags- og byggingarfulltrúi og sveitarstjóri.

 

6. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 - 1810003

Álagning útsvars, fasteignagjalda og gjaldskrár.

 

Málið rætt.

 

7. Ráðing slökkviliðsstjóra - 1810011

Áfram verði unnið að sameiginlegu slökkviliði Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar og að slökkviliðsstjóri verði ráðinn fyrir nýtt sameinað slökkvilið.

 

8. Styrkir til félagasamtaka - 1809034

Tekið upp frá síðasta fundi.

 

Frestað til fundar byggðaráðs í janúar.

 

9. Umsókn - sundnámskeið - 1810010

Helga Dóra Rúnarsdóttir sækir um afnot af sundlauginni við Dalabúð undir sundnámskeið fyrir 5 til 9 ára börn. Stefnt er að námskeiði fyrir jól.

 

Samþykkt að heimila afnot að sundlauginni vegna sundnámskeiðs fyrir 5 ? 9 ára börn verði samþykkt. Tilskilið er að tryggt sé að gæslufólk sé til staðar sbr. ábendingu skólastjóra. Haft verði fullt samráð við skólastjóra Auðarskóla um fyrirkomulag og framkvæmd.

 

10. Bændur græða landið - beiðni um styrk 2018 - 1810007

Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna "Bændur græða landið". Lagt til að beiðni um styrkinn verði vísað til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2019.

 

Samþykkt.

 

11. Ágóðahlutagreiðsla 2018 - 1810027

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30Til baka