Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 167

Dags. 1.11.2018

Hljóðupptaka fundarins:

 

167. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 1. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:15.

 

Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Kristján Sturluson, Anna Berglind Halldórsdóttir og Jón Egill Jónsson.

 

Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun 2019-2022, fyrsta umræða. - 1810003

Úr fundargerð 210. fundar byggðarráðs Dalabyggðar frá 29. október 2018.

 

Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 - 1810003

Afgreiðsla á tillögu að fjárhagsáætlun til umræðu í sveitarstjórn.

 

Byggðarráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi drög að tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir fund sveitarstjórnar þann 1. nóvember næstkomandi.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Til máls tók: Kristján.

 

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn samþykkir að visa tillögu að fjárhagsáætlun til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember.

 

Á milli umræðna er tillögunni vísað til umræði í nefndum og byggðarráði.

 

Byggðarráði er falið að gera tillögur að breytingum á áætlun þannig að hún verði ekki með halla.

 

Tillagan verður birt á heimasíðu sveitarféagsins og eru íbúar hvattir til að senda byggðarráði tillögur og ábendingar varðandi hana fyrir 14. nóvember.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.Til baka