Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Atvinnumálanefnd, fundur nr. 5

Dags. 6.11.2018

5. fundur Atvinnumálanefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 6. nóvember 2018 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:
Pálmi Jóhannsson, Garðar Vilhjálmsson, Gyða Lúðvíksdóttir, Þórey Björk Þórisdóttir, Einar Jón Geirsson, Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Bjarnheiður Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ferðamálafulltrúi

 

Dagskrá:

 

1. Vandi sauðfjárbænda - sérstaða Dalabyggðar - 1810015

Úr fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar 18.10.2018.

 
Tóku til máls. Einar Jón, Skúli, Sigríður, Pálmi, Eyjólfur.

 

Einar Jón leggur fram eftirfarandi ályktun:

Sveitarsjórn Dalabyggðar lýsir yfir stuðningi við sauðfjárbændur í sveitarfélaginu og hvetur þá til enn meiri samstöðu í sínum baráttumálum. Ennfremur skorum við á stjórnvöld að taka tillit til sérstöðu Dalabyggðar á sviði sauðfjárræktar. Það er ljóst að árviss skerðing á tekjum sauðfjárbænda kemur sérstaklega illa við Dalabyggð þar sem um helmingur íbúa er með einum eða öðrum hætti beintengdur afkomu í greininni.

 

Eyjólfur leggur til að ályktun Einars Jóns verði vísað til umfjöllunar í atvinnumálanefnd.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Atvinnumálanefnd styður ályktunina eins og hún kemur fyrir. Jafnframt leggur hún til að sveitarstjórn boði til fundar með þeim aðilum sem geta komið að sértækri aðstoð við þetta vandamál. Svo sem landbúnaðarráðherra, SSV, Byggðastofnun, Bændasamtökin og Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Nefndin leggur til að unnin verði aðgerðaáætlun til að vinna að framtíðarstuðningi við sauðfjárrækt í héraðinu og afleiddum störfum. Janframt hyggst nefndin kalla fulltrúa FSD á sinn næsta fund til að ræða málið áfram.

 

3. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 - 1810003

Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun 2019-2022 til umræðu í nefndum.

 

Nefndin hvetur til þess að sveitarstjórn skoði á víðum grunni sölu húseigna til eflingar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu, bæði í þéttbýli og dreifbýli.

 

2. Vínlandssetur - 1807013

Ferðamálafulltrúi sagði frá stöðu verkefnisins.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15Til baka