Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 214

Dags. 22.11.2018

214. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. nóvember 2018 og hófst hann kl. 15:00


Fundinn sátu:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður, Einar Jón Geirsson varamaður og Kristján Sturluson embættismaður.


Fundargerð ritaði:  Kristján Sturluson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Dalaveitur - rekstur - 1811018

Dalabyggð vegna Dalaveitna ehf. sæki um í átaksverkefni Fjarskiptasjóðs, Ísland ljóstengt 2019, vegna stykrhæfra staða sem ekki hafa hlotið styrk en frestur til að skila gögnum vegna A-hluta er til kl. 13 þann 23. nóvember.

 

Umsóknin er vegna síðasta hluta ljósleiðaravæðingar í Dalabyggð, á Skarðsströnd og Fellsströnd, milli Lyngbrekku og Tjaldaness, og frá Ólafsdal að Kleifum.

 

Að auki er lagt til að viðræður verði hafnar við Borgarbyggð á grundvelli B-hluta verkefnisins.

 

Samþykkt samhljóða að lögð verði inn umsókn.

Málið verður lagt fyrir sveitarstjórn sem tekur lokaákvörðun varðandi umsóknina.

 

2. Beiðni um leyfi til að hafa sjókví við flotbryggjuna í Búðardal - 1811016

Fyrir liggur að búið er að koma sjókvíinni fyrir í höfninni án þess að byggðarráð sem hafnarstjórn hafi veitt til þess leyfi.

 

Byggðarráð fór og skoðaði sjókvína og aðstöðuna við höfnina. Rætt var við Svavar Garðarsson.

 

Byggðarráð hefur ekki veitt leyfi fyrir sjókvínni. Byggðarráð beinir því til umsækjanda um leyfið að kvíin verði fjarlægð úr höfninni ekki síðar en 28. nóvember næstkomandi. Þangað til verður sett keðja og skilti til að takmarka aðgang niður á flotbryggjuna.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20


 Til baka