Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Menningarmálanefnd, fundur nr. 1

Dags. 22.11.2018

1. fundur Menningarmálanefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Sigrún H. Sigurðardóttir, Hlöðver Ingi Gunnarsson.

 

Fundargerð ritaði:  Hlöðver Ingi Gunnarsson, ritari

 

Formaður setur fundinn og bíður fundarmenn velkomna. Hann leggur til að byrjað sé að skipa í hlutverk nefndarinnar.

 
Þorgrímur Einar Guðbjartsson er skipaður af sveitastjórn og því er hann formaður, varaformaður er Sigrún Hanna Sigurðardóttir og Hlöðver Ingi Gunnarsson ritari.

 
Valdís Einarsdóttir kemur inn á fundinn undir liðum um fjárhagsáætlun, leyfisbréf og ársskýrslu Byggðasafnsins.

 
Sigríður Jónsdóttir kemur inn á fundinn undirliðnum um bókasafnið.

 

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 - 1810003

Umræða um núverandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins liggur fyrir nefndinni.

 
Nefndin leggur áherslu á það að áætlað sé fjármagn í Jörvagleði og aðra árlega menningartengda viðburði.

 

2. Menningarmálanefnd - erindisbréf - 1806031

Nefndin ákveður að vinna sín á milli erindisbréfið fyrir næsta fund og koma með fullmótaðar tillögur fyrir þann fund. Fá svör frá sveitastjóra/sveitastjórn hvaða verkefni falla undir nefndina. Ritari ber ábyrgð á þessari vinnu.

 

3. Ársskýrsla Byggðasafns Dalamanna 2017 - 1811015

Valdís Einarsdóttir mætir á fundinn

 

Safnvörður leggur fram skýrsluna til umfjöllunar í nefndinni. Skýrslan lýsir vel því starfi sem fram fer á vegum safnsins og er ítarlega unnin.

 

Nefndin þakkar safnverði fyrir góða skýrslu.


Nefndin ræðir stöðu húsnæðis safnsins og hvað þurfi að horfa til í þeim efnum.

Sótt um styrk til safnasjóðs til að greina þarfir safnsins fyrir húsnæði m.t.t. forvörslu og gerð áhættumats, safnvörður hefur sótt um styrk.

 

Valdís Einarsdóttir víkur af fundi

 

4. Opnunartími héraðsbókasafns - 1811009

Sigríður Jónsdóttir kemur inná fundinn.

 

Erindi sem bókasafnsvörður lagði fram um breytingar á opnunartíma safnsins.
Í dag er opið 13:00 ? 18:00 en lagt er til að það verði á milli: 12:30-17:30.

 

Nefndin leggur til að bókasafnsvörður fái heimild til þess að breyta opnunartímanum.

 

Töluverðar umræður um að sameina skólabókasafnið við héraðsbókasafnið.

Ætla bóksafnsvörður og skólastjóri Auðarskóla að athuga kostina við að sameina söfnin.

 

Sigríður Jónsdóttir víkur af fundi

 

5. Jörfagleði 2019 - 1811014

Jörvagleði á að halda 2019.

 

Menningarmálanefnd lítur á það sem hlutverk sitt að halda utan um hátíðina. Nefndin byrjar að undirbúa hátíðina.

 

6. Skólasaga Dalasýslu - 1811012

Í ljósi allra þeirra breytinga sem orðið hafa á skólamálum á síðustu öld er orðið nauðsynlegt að safna saman og gera skil á þeirri löngu og miklu skólasögu sem Dalirnir geyma.

 

Formaður ætlar að útbúa minnisblað fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

7. Merking eyðibýla - 1811013

Ritari og varaformaður vinni minnisblað um merkingar eyðibýla og örnefna fyrir næsta fund.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.


 Til baka