Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 217

Dags. 24.1.2019

217. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 24. janúar 2019 og hófst hann kl. 10:00


Fundinn sátu:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður og Kristján Sturluson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Kristján Sturluson, sveitarstjóri.

 

Lagt til að mál 1901036-Umboð vegna kjarasamninga verði bætt á dagskrá fundarins.


Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Vínlandssetur - 1807013

Rögnvaldur Guðmundsson formaður Eiríksstaðanefndar og Svavar Gestsson varaformaður í Eiríksstaðanefnd koma á fundinn.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að boðin verði út vinna við framkvæmdir vegna Vínlandsseturs. Um er að ræða breytingar á núverandi húsnæði að Búðarbraut 1.


Bjarnheiður Jóhannsdóttir ferðamálafulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 1.

 

2. Íbúaþing 2018 - 1807002

Úr fundargerð sveitarstjórnar 17.01.2019:
Íbúaþing - 1807002
Tillaga um undirbúning og tímasetningu íbúaþings.
Sveitarstjórn samþykkir að íbúaþing verði haldið í byrjun mars. Byggðarráði er falið að gera tillögu að tímasetningu sem lögð verði fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 14. febrúar. Sveitarstjórn felur Byggðarráði að undirbúa og skipuleggja íbúaþingið ásamt sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða

 

Lagt er til að íbúaþing verði haldið 9. mars í Tjarnarlundi.


Pálmi Jóhannsson formaður atvinnumálanefndar sat fundinn undir dagskrárlið 2.

 

3. Áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum - 1806036

Drög að áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum í höfnunum í Búðardal og Skarðsstöð.


Lagt fyrir byggðarráð sem hafnarstjórn.

Byggðarráð samþykkir áætlanirnar.

 

4. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 - 1810003

Endurskoðun á gjaldskrá vegna íþróttaaðstöðu á Laugum.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að breytingar á gjaldskrá vegna íþróttamiðstöðvarinnar á Laugum verði samþykktar.

 

5. Endurskoðun þjónustusamninga - 1810030

Umræða um framtíðarfyrirkomulag á félagsþjónustu og þjónustu við folk með fötlun.

 

Byggðarráð beinir því til félagsmálanefndar að fara yfir málið.

 

6. Afleysingastörf 2019 - 1901030

Ráða þarf í eftirtalin störf tímabundið:


Afgreiðsla á gámastöð vegna sumarorlofs.


Umsjón með framkvæmdum s.s. Vínlandssetur og Dalaveitur.

 
Hnitsetning og undirbúningur vegna Dalaveitna.

 

Auglýsa þarf starf vegna sumarafleysinga á gámasvæði sem einnig sæi um að hnitsetja ljósleiðarastreng.

 

Þá verði starf við afleysingar eftirlitsmanns framkvæmda auglýst.

 

Aðrar ráðningar ráðast af því hvernig framkvæmdir á vegum Dalaveitna verða.

 

7. Afgreiðslutími hjá Dalabyggð - 1901031

Afgreiðslutími á gámastöð og opnunartími skrifstofu.

 

Byggðarráð telur nauðsynlegt að auka opnunartíma gámastöðvar. Tekin verði upp opnun á fimmtudögum kl. 13-17 og það svo endurmetið eftir fjóra mánuði.

 
Rætt um að afgreiðslutími skrifstofu sveitarfélagsins verði kl. 9-13.

 
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir fyrri hluta af dagskrárlið 7 (afgreiðslutími gámastöðvar).

 

8. Ráðning slökkviliðsstjóra - 1810011

Lögð fram endurskoðuð drög að stofnsamningi um brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda.

 

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

 

9. Húsnæðismál á landsbyggðinni - Tilraunaverkefni - 1809019

Úr fundargerð sveitarstjórnar 17.01.2019:
Húsnæðismál á landsbyggðinni - Tilraunaverkefni - 1809019
Tóku til máls: Skúli,
Sveitastjórn Dalabyggðar samþykkir að stofnað verði óhagnaðardrifið húsnæðissamvinnufélag sem hefur það að markmiði að byggja leiguíbúðir í Dalabyggð. Sveitarstjórn felur byggðaráði að undirbúa og útfæra verkefnið nánar og leggja fram tillögur um það eigi síðar en á sveitarstjórnarfundi í apríl.

 

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 

10. Tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis - 1901003

Erindi þar sem óskað er samstarfs um byggingu á húsnæði.

 

Samþykkt að fela sveitarstjóra að boða til fundar með Húseiningum ehf.

 

11. Bygging íbúðahúsnæðis - 1901027

Aðili sem hefur áhuga á að hefja byggingu íbúðahúsnæðis.

 

Samþykkt að funda með Hrafnshóli ehf.

 

12. Reglur um birtingu skjala með fundargerðum - 1901026

Tlllaga að reglum um birtingu skjala með fundargerðum.

 

Frestað til næsta fundar.

 

13. Trúnaðarbók byggðaráðs - 1901024

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

 

14. Gatnagerðargjöld - reglur - 1901025

Lagt er til að eftirfarandi málsgrein bætist við 4. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Dalabyggð:


"Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/ 2006. Ákveði sveitarstjórn að nýta sér þessa heimild, skal hún gera um það sérstaka samþykkt þar sem fram komi hversu lengi heimild til lækkunar frá þessari gjaldskrá gildir, hvert sé tilefni lækkunarinnar með vísan til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 153/2006 og aðrar þær málefnalegu ástæður sem búa að baki ákvörðuninni."

 

Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að breyta samþykkt um gatnagerðargjald.

 

15. Skjalavistunaráætlun 2019 - 2024 - 1901022

Drög að skjalavistunaráætlun.

 

Frestað til næsta fundar.

 

16. Úrvinnslugjald vegna bifreiða - 1901023

Úrvinnslugjald vegna bifreiða hefur verið greitt til Dalabyggðar. Umræða um meðferð gjaldsins.

 

Frestað til næsta fundar.

 

17. Endurskoðun kosningalaga - óskað athugasemda - 1812028

Úr fundargerð sveitarstjórnar 17.01.2019:
Endurskoðun kosningalaga - 1812028
Hinn 24. október 2018 skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga. Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum í formi lagafrumvarps 1. desember 2019.
Á fyrstu stigum vinnunnar er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá hugmynd að sett verði heildarlöggjöf um framkvæmd kosninga. Á síðari stigum verður óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög starfshópsins áður en tillögum hópsins verður skilað til Alþingis.
Tóku til máls: Ragnheiður, Kristján,
Sveitarstjórn felur byggðarráði og sveitarstjóra að svara erindinu. Leitað verði umsagnar hjá kjörstjórn.

 

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu eftir samráð við kjörnefnd.

 

18. Umsagnarbeiðni - Erpsstaðir - rekstrarleyfi - 1901019

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

 

19. Sunnudagaskóli 2019 - 1901016

Ósk um afnot af Tjarnarlundi fjóra morgna.

 

Samþykkt en ábyrgðarmaður sem óskar eftir afnotum af húsinu tryggi þrif á því.

 

20. Íþróttaskóli fyrir leikskólabörn og yngri - 1901017

Ósk um afnot af Dalabúð fjóra laugardagsmorgna.

 

Samþykkt. Tilnefndur verði ábyrgðarmaður vegna viðburðanna og hann tryggi þrif á húsinu. Samráð verði haft við skólastjóra Auðarskóla.

 

21. Sirkushátíð í bæjarfélagið - 1901018

Erindi vegna aðstöðu fyrir sirkushátíð og -ráðstefnu.

 

Sveitarsjóra falið að ræða við málsaðila.

 

22. Umboð vegna kjarasamniga - 1901036

Endurnýjun kjarasamningsumboðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir Dalabyggð vegna Félags grunnskólakennara, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Fræðagarðs, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélags Íslands, Skólastjórafélags Íslands, Starfsmannafélags Dala- og Snæfellssýslu, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélags Vesturlands og Verkfræðingafélags Íslands.

 

Samningsumboð til Sambands ísl. sveitarfélaga samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45

 



Til baka