Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Umhverfis-og skipulagsnefnd, fundur nr. 90

Dags. 8.2.2019

90. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 8. febrúar 2019 og hófst hann kl. 13:00


Fundinn sátu:
Hörður Hjartarson, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Vilhjálmur Arnórsson, Jón Egill Jónsson, Viðar Þór Ólafsson og Kristján Ingi Arnarson.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Ingi Arnarsson,

 

Dagskrá:

 

1. Kynning vegna endurskoðunar Aðalskipulags - 1902005

Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Ulla R. Pedersen frá Verkís kynna vinnu stofunnar við gerð og endurskoðun aðalskipulaga sveitarfélaga.

 

Formaður leggur til að mál nr. 1804023, lausn úr landbúnaðarnotkun, verði bætt við dagskrá fundar.

 

Samþykkt samhljóða.


2. Skógrækt á Oddsstöðum - 137955 - 1901035

Edda Magnúsdóttir sækir um framkvæmdarleyfi fyrir viðbótarsvæði undir skógrækt í landi Oddsstaða. Svæðið er um 16 ha fyrir neðan veg.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd veitir framkvæmdarleyfi fyrir skógræktinni, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða og Minjastofnunar.

 

3. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands að svæðum á B-hluta náttúruminjaskrár - 1901041

Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna B-hluta framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til umhverfisráðherra. M.a. lögð til friðlýsing á fjalllendi í austurhluta Dalabyggðar, frá Haukadal norður að Brekkudal.

 

Kallað er eftir að sveitarfélagið fái tillögurnar formlega til umsagnar.

 
Skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir ítarlegri gögnum og rökstuðningi fyrir tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 

4. Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd - 1811006

Jarðareigendur Óss á Skógarströnd óska eftir að deiliskipulagstillaga verði auglýst fyrir frístundasvæði. Samhliða verði auglýst breyting á Aðalskipulagi. Frístundasvæðið stækki úr 20 í 25 ha og lóðirnar verða 18 talsins í stað 10 áður.
Um er að ræða endurauglýsingu á tillögu sem áður var auglýst haustið 2018.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga, 123/2010. Aðalskipulagsbreyting verði auglýst samhliða skv. 2. mgr. sömu lagagreinar, auk 31. gr.


Skipulagsfulltrúa falið að koma tillögunum í auglýsingu.

 

5. Umsagnarbeiðni - Erpsstaðir - rekstrarleyfi - 1901019

Helga Elínborg Guðmundsdóttir hefur sótt um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki ll, gistiskáli, sem rekinn er sem Ferðaþjónustan Erpsstöðum, í gamla bæ, Erpsstöðum, 371 Búðardal. Sýslumaður Vesturlands óskar eftir umsögn.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði veitt.

 

6. Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag - 1804023

Eigendur Gildubrekkna í Hörðudal sækja um lausn úr landbúnaðarnotkun fyrir lóðina. Sveitarstjórn hefur staðfest deiliskipulag fyrir frístunda- og þjónustusvæði á lóðinni. Gerð hafa verið landskipti fyrir lóðina, sem hafa verið staðfest hjá ráðuneyti.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun.

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30Til baka