Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Menningarmálanefnd, fundur nr. 3

Dags. 7.3.2019

3. fundur Menningarmálanefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 7. mars 2019 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Sigrún H. Sigurðardóttir, Hlöðver Ingi Gunnarsson, Einar Jón Geirsson og Bjarnheiður Jóhannsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ferðamálafulltrúi

 

Dagskrá:

 

1. Jörfagleði 2019 - 1811014

Ferðamálafulltrúi kynnti stöðu mála, ákveðið að halda áfram skipulagningu og vera með nokkuð endanlega dagskrá um 15. mars.

 

2. Aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar - 1807008

Sveitarstjórn Dalabyggðar vísar tillögu félagsmálanefndar til umsagnar ungmennaráðs og annarra hagsmunaaðila sem haldið hafa skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar.


Umsagnir skulu hafa borist sveitarstjórn fyrir fund sveitarstjórnar 9. mars n.k. Samþykkt samhljóða.

 

Menningarmálanefnd telur það vera utan síns starfssviðs að taka efnislega afstöðu til málsins, en nefndin fagnar því að skýrar reglur verði settar um aldurstakmark á dansleikjum og skemmtunum í Dalabyggð, þar sem áfengi er haft um hönd.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15Til baka