Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Umhverfis-og skipulagsnefnd, fundur nr. 93

Dags. 3.5.2019

93. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 3. maí 2019 og hófst hann kl. 13:00


Fundinn sátu:
Hörður Hjartarson, Ragnheiður Pálsdóttir, Viðar Þór Ólafsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir og Þórður Már Sigfússon.

 

Fundargerð ritaði:  Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1. Deiliskipulag Hvammar - 1802018

Skipulagsstofnun gerði athugasemd við deiliskipulagstillögu. Uppfærð skipulagsgögn lögð fyrir til samþykktar.

 

Skipulagsfulltrúa falið að sjá til þess að brugðist verði við athugasemdum frá Skipulagsstofnun. Endurbætt gögn verða í kjölfarið lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar á næsta fundi.

 

2. Drög að matsáætlun - 1810005

Skipulagsstofnun óskar eftir því að Dalabyggð gefi umsögn um tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum á 80 til 130 MW vindorkuvers að Hróðnýjarstöðum.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir athugasemd við lið 3.6 og fer fram á að gerð verði nánari grein fyrir förgun vindmylla og undirstöðum þeirra.

 

Nefndin gerir einnig athugasemd við lið 4.1.6.1 og óskar eftir því að gerð verði frekari grein fyrir rannsóknum sem framkvæmdar voru árið 2018 og þeim sem eru fyrirhugaðar árið 2019.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á að vandað verði til verka í jafn viðamiklu verkefni.

 

3. Samkomulag vegna lagningar jarðstrengja - 1904025

Lagt fram til kynningar.

 

4. Umsagnarbeiðni - Seljaland - rekstrarleyfi - 1904015

Níels Sigurdur Olgeirsson, hefur sótt um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki IV,minna gistiheimili og frístundahús, sem rekinn er sem Seljaland ferðaþjónusta, í íbúðarhúsi, skála og frístundahúsum að Seljalandi, 371 Búðardal. Umsækjandier með rekstrarleyfi LG-REK-
007560 sem gilti til 23.10.2018

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.

 

5. Umsókn um byggingu smáhýsa - gestahús - 1905001

Umsókn um byggingarleyfi.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að gefin verði út byggingarleyfi fyrir þrjú smáhýsi í Gildubrekkum.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00Til baka