Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 223

Dags. 30.4.2019

223. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 30. apríl 2019 og hófst hann kl. 10:00


Fundinn sátu:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður og Kristján Sturluson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Kristján Sturluson, sveitarstjóri

 

Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá:
1901030 - Afleysingastörf 2019
1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
1807013 - Vínlandssetur
1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda (Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.)
1904036 - Sala bújarða og áframhaldandi búrekstur.


Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Ársfjórðungsyfirlit 2019 - 1904033

Lagt fram yfirlit um rekstur Dalabyggðar janúar til mars,

 

Rekstur á fyrsta ársfjórðungi er í samræmi við áætlun.

Óskað verður eftir framlengingu á yfirdráttarheimild vegna framkvæmda.


Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.

 

2. Vínlandssetur - 1807013

Farið yfir viðræður við aðila sem buðu í verkefnið.

 

Samþykkt samhljóða að vinna áfram að samningum á grundvelli breyttra verðhugmynda.


Kristján Ingi Arnarsson starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 2.

 

3. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013

Rætt um samninga við fasteignasala.

 

Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að samningum við fasteignasala verði ekki sagt upp.
Samþykkt samhljóða.

 

4. Niðurfelling héraðsvega í Dalabyggð - 1904017

Tilkynning frá Vegargerðinni um niðurfellingu Kvennahólsvegar og Vogsvegar sem héraðsvega.

 

Gerð er athugasemd við að Vogsvegur nr. 5920-01 verði felldur af vegaskrá. Að Vogi er rekið heilsárshótel. Þar af leiðandi fellur Vogsvegur undir það að vera „vegur sem liggur að starfrækslu atvinnufyrirtækja“. Vegurinn hlýtur því áfram að teljast til héraðsvega í samræmi við lög nr. 80/2007 sem vitnað er til í bréfi Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða.

 

5. Húsnæðismál - umsókn um stofnframlag. - 1809019

Staða á umsókn um stofnframlag vegna óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði frá stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar.
Samþykkt samhljóða.

 

6. Stofnframlag (12%) frá Dalabyggð. - 1809019

Erindi frá Íbúðalánasjóði. Dalabyggða þarf að ákveða form og upphæð stofnframlags vegna umsóknar f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði 12% stofnframlag vegna byggingar þriggja leiguíbúða á vegum óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Stofnframlagið verði annars vegar í formi lóðarverðs og gjalda og hins vegar fjárframlags allt að kr. 7.000.000.
Samþykkt samhljóða.

 

7. Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043

Lögð fram drög að útboðslýsingu vegna skólaaksturs.

 

Úr fundargerð 92. fundar fræðslunefndar frá 29.04.2019:
1901043- Skólaakstur 2019 - 2022.
Fræðslunefnd fjallaði um málið og nefndin telur rétt að ekki verði að jafnaði fleiri en tvö börn undir þriggja ára aldri í hverjum skólabíl.

 

Samþykkt samhljóða að leggja útboðsgögn fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

 

8. Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1903025

Umræða um næstu skref.

 

Frestað til næsta fundar.

 

9. Ráðning ferðamálafulltrúa - 1904032

Stefnt er að því að auglýsa starf ferðamálafulltrúa 4. maí.

 

Drög að auglýsingu lögð fram.

 

10. Að vestan 2019 - 1904018

Beiðni frá N4 um kostun frá Dalabyggð vegna þáttanna "Að vestan".

 

Samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Dalabyggð taki ekki þátt í ár.

 

Erindi líkt og þetta þurfa að koma til meðferðar við vinnslu fjárhagsáætlunar.

 

11. Samkomulag vegna lagningar jarðstrengja - 1904025

Samkomulag við RARIK um lagningu jarðstrengs um Fjósaland lagt fram.

 

Byggðarráð samþykkir samkomulagið vegna Dalabyggðar sem landeigenda og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við RARIK.

 

12. Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda (Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.). - 1902026

Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. hefur ákveðið að leita eftir úrskurði frá yfirfasteignamatsnefnd.

 

13. Fasteignagjöld 2019 - umsókn um styrk - 1904023

Umókn frá Nesodda ehf. um styrk vegna fasteignagjalda.

 

Samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði styrkur til greiðslu fasteignagjalda í samræmi við eignarhlut Hestamannafélagsins Glaðs.

 

14. Sala bújarða og áframhaldandi búrekstur - 1904036

Byggðarráð leggur áherslu á að þegar bújarðir í Dalabyggð eru seldar að þá sé tryggt að búrekstur verði þar áfram. Það er því mikilvægt að horft sé til þessa þegar kemur að fyrirgreiðslu lánastofnana.
Samþykkt samhljóða

 

15. Umsagnarbeiðni - Seljaland - rekstrarleyfi - 1904015

Níels Sigurdur Olgeirsson, hefur sótt um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki IV,minna gistiheimili og frístundahús, sem rekinn er sem Seljaland ferðaþjónusta, í íbúðarhúsi, skála og frístundahúsum að Seljalandi, 371 Búðardal. Umsækjandi er með rekstrarleyfi LG-REK-
007560 sem gilti til 23.10.2018

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Samþykkt samhljóða.

 

16. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019 - 1901005

Frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.
Tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál.
Tillagu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál

Send verður umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma. Ítrekun sú umsögn sem send var þegar drög að frumvarpinu voru til kynningar í samráðsgátt.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tekin verði afstaða til frumvarps til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktun um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Alþingi verði síðan send umsögn í framhaldi af því.

 

17. Ný lög um opinber innkaup - 1904027

Lagt fram.

 

18. Launaþróunartrygging fyrir tímabilið 2017 til 2018 - 1904031

Lagt fram.

 

19. Veggspjald um einelti, kynferðislega áreitni, kynbunda áreitni - 1904030

Lagt fram.

 

20. Afleysingastörf 2019 - 1901030

Ekki hefur enn tekist að ráða nægilega marga starfsmenn í sundlaugavörslu.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15

 

 

 

 

 

 


 Til baka