Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 176

Dags. 13.6.2019

Hljóðupptaka fundarins:

 

176. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. júní 2019 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Pálmi Jóhannsson, Kristján Sturluson og Magnína G Kristjánsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri

 

Dagskrá:

 

1. Kjör oddvita og varaoddvita - 1806009

Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs sbr. 7. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018.

 

Kosning oddvita til eins árs, atkvæði hlutu: Eyjólfur Ingvi fékk fimm atkvæði og tveir skiluðu auðu.


Eyjólfur Ingvi er rétt kjörinn oddviti til eins árs.


Kosning varaoddvita til eins árs, atkvæði hlutu: Ragnheiður fékk fimm atkvæði,tveir skiluðu auðu.


Ragnheiður er rétt kjörin varaoddviti til eins árs.

 

2. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð - 1806010

Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs sbr. 27. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018.

 

Kosning í byggðarráð. Atkvæði hlutu: Pálmi tvö atkvæði, Einar Jón tvö atkvæði, Skúli sex atkvæði, Sigríður fimm atkvæði og Þuríður fimm atkvæði.

 
Rétt kjörnir aðilar í Byggðaráðs í eitt ár eru: Skúli, Sigríður og Þuríður

 
Kjörinn formaður í byggðarráði Skúli.

 

Kosning fyrsta varamanns í byggðarráð hlutu: Ragnheiður sex atkvæði, Einar Jón eitt akvæði.


Ragnheiður rétt kjörin fyrsti varamaður í byggðarráð.


Kosning annars varamanns í byggðarráð, atkvæði hlutu: Pálmi sex atkvæði, Eyjólfur eitt atkvæði.


Pálmi er rétt kjörinn annar varamaður í byggðarráð.


Kosning þriðja varamanns í byggðarráð, atkvæði hlutu: Eyjólfur fimm atkvæði og Einar tvö atkvæði.


Eyjólfur er rétt kjörinn þriðji varamaður í byggðarráð.


Til máls tóku um fundarstjórn oddvita: Einar Jón, Eyjólfur

 

3. Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar - 1806011

Kjósa þarf fulltrúa í Fjallskilanefnd Fellsstrandar í stað Rúnars Jónassonar.

 

Tillaga um að Sæþór Kristinsson verði fulltrúi í fjallskilanefnd Fellstrandar.


Samþykkt samhljóða.

 

4. Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar. - 1806012

Úr fundargerð 175 fundar sveitarstjórnar 09.05.2019, dagskrárliður 3:
1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Svana Hrönn Jóhannsdóttir óskar eftir leyfi frá starfi varafulltrúa í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands og atjórn Dalagistingar ehf, frá 8.05.2019 til 16.02.2020.
Leyfi frá starfi varafulltrúa í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands og stjórn Dalagistingar ehf. frá 8.05.2019 til 16.02.2020 samþykkt samhljóða.
Anna Berglind Halldórsdóttir tekur sæti varafulltrúa í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands til sama tíma. Samþykkt samhljóða.
Ákvörðun um fulltrúa í stjórn Dalagistingar ehf. frestað.

 

Þuríður Jóney Sigurðardóttir hefur óskað eftir að hætta sem stjórnarmaður í stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilsins Silfurtúns.

 

Tillaga um að Þuríður Jóney Sigurðardóttir taki sæti í stjórn Dalagistingar ehf.
Samþykkt samhljóða.

 

Tillaga um að Skúli taki sæti í stjórn Silfurtúns. Skúli var fyrsti varamaður. Aðrir varamenn færast fram og Pálmi tekur sæti þriðja varamanns.
Samþykkt samhljóða.

 

5. Fundir sveitarstjórnar sumarið 2019 - 1906001

Tillaga:
Fundur sveitarstjórnar í júlí fellur niður vegna sumarleyfa. Næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 15. ágúst. Á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella sbr. 32. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018.

Samþykkt samhljóða.

 

6. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál - 1905034

Boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní nk. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík. Fundarþátttaka á skype verður í boði fyrir þá sem vilja.
Á meðal þeirra verkefna sem nýi samstarfsvettvangurinn gæti tekið til má nefna sameiginlega framtíðarsýn sveitarfélaganna vegna heimsmarkmiðanna og loftslagsmála, samstarf sveitarfélaga, sameiginleg stjórntæki og verkfærakistur, hagnýta þekkingaröflun og þekkingarmiðlun, aðgerðir vegna fyrirhugaðra orkuskipta og fjármögnun aðgerða, svo að fátt eitt sé nefnt.
Þau sveitarfélög sem vilja gerst aðilar tilnefna 1-2 tengiliði. Jafngildir skráning á tengiliðum aðild að vettvangnum.

 

Tillaga um að tengiliður Dalabyggðar á stofnfundinum verði Kristján Sturluson.
Samþykkt samhljóða.

 

7. Umsókn um lóðir - Bakkahvammur 13, 15 og 17. - 1905030

Úr fundargerð 224 fundar byggðarráðs 23.05.2019, dagskrárliður 23:
1905030 - Umsókn um lóðir - Bakkahvammur 13, 15 og 17.
Umsókn frá Hrafnshóli ehf. um lóðirnar 13, 15 og 17 við Bakkahvamm. 12 íbúðir í þremur raðhúsnum.


Samþykkt að úthluta lóðum til Hrafnhóls ehf. eftir að skipulag hefur verið staðfest og auglýst skv. 9.gr. reglna um úthlutun lóða í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.

Tóku til máls: Pálmi, Kristján.

 
Tillaga byggðaráðs samþykkt samhljóða.

 

8. Ægisbraut 2 - Tillaga um að eignin verði seld. - 1905028

Úr fundargerð 224 fundar byggðarráðs 23.05.2019, dagskrárliður 22:
1905028 - Ægisbraut 2
"Réttin" við sláturhúsið. Eignin hefur verið verðmetin. Lagt er til að hún verði sett í söluferli.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Ægisbraut 2 verði sett í söluferli.
Samþykkt samhljóða.

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón.

 

Tillaga um að Ægisbraut 2 verði sett í söluferli.

Samþykkt samhljóða.

 

9. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013

Úr fundargerð 224. fundar byggðarráðs 23.05.2019, dagskrárliður 8:
1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Drög að bréfi til Frón fasteignamiðlun ehf. lögð fram.
Borist hefur tilboð í Laugar.
Gerð grein fyrir fundum með meðeiganda Dalabyggðar að Laugum.
Byggðarráð dregur til baka tillögu sína til sveitarstjórnar um að hætt verði við að segja upp samningi við fasteignasala. Byggðarráð telur rétt að lögmaður sveitarfélagsins sjái um samskipti við Frón fasteignamiðlun í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 13.09.2018.
Samþykkt samhljóða.
Tilboðið bíður fundar sveitarstjórnar.
Fundað hefur verið með meðeigenda og halda viðræður áfram.

Úr fundargerð 225. fundar byggðarráðs 06.06.2019, dagskrárliður 2:
1809013 - Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Fyrirkomulag á hitaveitu á Laugum.
Sameiginlegur skilningur er milli Dalabyggðar og meðeiganda sveitarfélagsins á Laugum um hvernig fyrirkomulagið verður varðandi hitaveitu á Laugum. Til athugunar er stofnun félags um reksturinn.

 
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eignir sem eru til sölu á Laugum verði auglýstar.
Samþykkt samhljóða.

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón, Skúli.
Tillaga frá byggðaráði um að eignir á Laugum verði auglýstar til sölu.
Tók til máls. Skúli
Tillagan samþykkt með sex atkvæðum (PJ,RP,ÞJS,SG,EIB,SHS) einn sat hjá (EJ).

Tillaga um að lögmaður sjái um samskiptin við fasteignasala samþykkt með fimm atkvæðum (SG,RP,ÞJS,SHS,EIB) tveir sátu hjá (EJG,PJ).

 

10. Ungmenna- og tómstundabúðir - 1906008

Tóku til máls: Einar Jón, Skúli,


Einar Jón lagði fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar þakkar starfsfóki Ungmenna-og tómstundabúðanna á Laugum fyrir frábært starf. Ungmennafélagi Íslands fyrir samstarfið. Sérstakar þakkir fá Anna Margrét Tómasdóttir og Jorgen Nilson fyrir áralangt framlag til barna-og ungmennastarfs í Dalabyggð.

Samþykkt samhljóða.

 

11. Úrvinnslugjald vegna bifreiða - 1901023

Úr fundargerð 225. fundar byggðarráðs 06.06.2019, dagskrárliður 1:
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við KM þjónustuna um kaup fyrirtækisins á hluta sveitarfélagsins í húsnæðinu að Vesturbraut 20. KM Þjónustan á forkaupsrétt að húsnæðinu. Með þessu verði úrvinnslugjaldi vegna bifreiða skuldajafnað á móti kaupverði húsnæðisins en að auki greiðir KM Þjónustan kr. 500.000 vegna kaupa á húsnæðinu.
Samþykkt samhljóða.

 

Tóku til máls: Kristján, Pálmi, Einar Jón, Skúli.

Tillaga byggðaráðs samþykkt samhljóða.

 

12. Samningur um byggðasamlag vegna slökkviliðsstjóra. - 1810011

Úr fundargerð 224 fundar byggðarráðs 23.05.2019, dagskrárliður 15:
1810011 - Ráðning slökkviliðsstjóra
Samningur um byggðasamlag.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

Samningurinn hefur verið samþykktur í sveitarstjórnum Reykhólahrepps og Strandabyggðar.
Sveitarstjórn Strandabyggðar bókaði eftirfarandi um samninginn: „Stofnsamningur Brunavarna Dala, Reykhóla og Strandabyggðar
Fram kom athugasemd um að hafa varastjórn í samningnum og ítrekar sveitarstjórn það. Einnig áréttar sveitarstjórn fyrri athugasemd varðandi kostnaðarskiptingu og leggur áherslu á að kostnaðarskipting miðist við: a) grunnupphæð (kr. 1.000.000.-) og b) hlutfallsgreiðslu. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi með þessum formerkjum.“

 

Sveitarstjórn Dalabyggðar fellst á þær breytingar sem sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til náist samkomulag um það. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum.

Tóku til máls: Kristján, Pálmi.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

13. Ný lóð úr landi Staðarfells - 137787 - 1905035

Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 3:
1905035 - Ný lóð úr landi Staðarfells - 137787
Umsókn þar sem óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar úr landi Staðarfells 137787 í Dalabyggð ásamt yfirlitsmynd með hnitum og yfirlitsmynd af staðsetningu matshluta á lóðinni.


Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið

Stofnun lóðar samþykkt samhljóða.

 

14. Snæfellsnesvegur (54) Blönduhlíð - Ketilsstaðir - 1905015

Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 4:
1905015 - Snæfellsnesvegur (54) Blönduhlíð - Ketilsstaðir
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Snæfellsvegi um Skógarströnd frá Blönduhlíð að Ketilstöðum


Nefndin gerir ekki athugasemdir við að sveitarfélagið veiti framkvæmdaleyfi, með fyrirvara um að öll leyfi liggi fyrir.

Tóku til máls: Sigríður, Eyjólfur.


Framkvæmdaleyfið samþykkt samhljóða með fyrirvara um að öll leyfi liggi fyrir.

Tillaga um að sveitarstjórn ítreki bókun og umsögn frá októberfundi 2018 um samgöngur í sveitarfélaginu auk umsagnar sem send var inn vegna samgönguáætlunar.
Samþykkt samhljóða.

 

15. Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda - 1902026

Úr fundargerð 224. fundar byggðarráðs 23.05.2019, dagskrárliður 3:
1902026 - Ósk um breytingu á skatthlutfalli fasteignagjalda
Erindi Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf.
í 3. grein laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga segir:
"Leggja skal árlega fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári samkvæmt [fasteignaskrá], 1) sbr. þó 4. mgr. 4. gr. og 5. gr.
Stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra.
Sveitarstjórn ákveður fyrir lok árs skatthlutfall næsta árs innan þeirra marka sem greinir í a- og c-lið. Skatthlutfall skal vera sem hér segir:
a. Allt að 0,5% af fasteignamati:
Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, [hesthús], 2) öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
b. 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum:
Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
c. Allt að 1,32% af fasteignamati, ásamt lóðarréttindum:
Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
Heimilt er sveitarstjórn að hækka um allt að 25% hundraðshluta þá sem tilgreindir eru í a- og c-liðum 3. mgr. þessarar greinar, öðrum eða báðum stafliðum.
Í sveitarfélagi þar sem bæði er þéttbýli og dreifbýli er sveitarstjórn heimilt að undanþiggja fasteignir í dreifbýli og sumarhús álagi á fasteignaskatt skv. 4. mgr".
Sveitarstjórn ber að leggja á fasteignaskatt skv. ofangreindri flokkun. Það er niðurstaða byggðarráðs að mannvirki Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. skuli vera í flokki C samkvæmt þessu eins og verið hefur frá árinu 2013.
Samþykkt samhljóða.

Tók til máls: Eyjólfur.


Tillaga um að fresta málinu og vísa því til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

 

16. Skógrækt á Ósi í Saurbæ - 1808008

Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 5:
1808008 - Skógrækt á Ósi í Saurbæ
Óskað er eftir afgreiðslu á framkvæmdarleyfi um skógrækt að Ósi í Saurbæ
Nefndin vísar til fyrri bókunar á þessu máli, sem fram fór 11. september 2018. Hún var svohljóðandi: "Nefndin leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi."
Gefin hafa verið út leyfi fyrir skógrækt í óræktanlegu landi undanfarið ár, en þar sem um ræktanlegt land er að ræða, þarf stefna sveitarfélagsins að liggja fyrir í aðalskipulagi. Nefndin hvetur til þess að sú vinna fari af stað sem allra fyrst.

 

Bókun umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.

 

17. Deiliskipulag Hvammar - 1802018

Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 6:
1802018 - Deiliskipulag Hvammar
Þörf er á að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hvamma.

 
Skiplagstillaga Hvamma tekin fyrir og ákveðið að endurauglýsa tillöguna samkvæmt lögbundnu auglýsingaferli.

Samþykkt samhljóða.

 

18. Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd - 1811006

Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 7:
1811006 - Aðalskipulag - drög - Ós á Skógarströnd
Bóka þarf breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna stækkunar á frístundabyggðinni.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar, sem felur í sér stækkun á frístundabyggðinni á Ósi á Skógarströnd úr 20 hektörum í 25 hektara. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki breytingu á deiliskipulagi að nýju í samræmi við ný gögn frá Landmótun, þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar samkvæmt uppdrætti Landmótunar ehf. dagsettum 5. febrúar 2019. Breytingin felur í sér stækkun á frístundabyggðinni á Ósi á Skógarströnd úr 20 ha í 25 ha og lóðum fyrir frístundahús fjölgað úr 10 í 18.

 

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag á jörðinni Ós á Skógarströnd samkvæmt uppfærðum uppdrætti Landmótunar dagsettum 6. júní 2019 og uppfærðri greinargerð dagsettri 3. júní 2019. Svæðið er um 25 ha að stærð og liggur nálægt sjó, austan Ósár sem rennur í Álftafjörð við Breiðafjörð.
Breytingar á aðalskipulagi jarðarinnar Ósi á Skógarströnd samþykkt samhljóða.
Breytingar á deiluskipulagi jarðarinnar Ósi á Skógarströnd samþykkt samhljóða.

 

19. Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði - 1802012

Erindi hefur borist frá hagsmunaaðilum vegna skipulags- og matslýsingar vegna vindorkugarðs á Hróðnýjarstöðum.

Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 11:
1802012 - Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði
Bréf frá hagsmunaaðilum með ósk um frestun auglýsingar skipulags- og matslýsingar vegna vindorkuvirkjunar að Hróðnýjarstöðum.
Nefndin hvetur hagsmunaaðila og aðra íbúa til að koma með athugasemdir við skipulags- og matslýsingu fyrir 18. júní næstkomandi. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samráð verði haft við íbúa og gerð verði samskiptaáætlun.

Tóku til máls: Einar Jón, Ragnheiður,

 

Tillaga frá Eyjólfi um að fresta athugasemdaferlinu fram til 2. júlí næstkomandi.

Samþykkt samhljóða.

 

20. Skráning á nýrri landeign í fasteignaskrá - Hvítidalur 1. - 1906004

Úr fundargerð 94. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.06.2019, dagskrárliður 10:
1906004 - Skráning á nýrri landeign í fasteignaskrá


Skráning á nýrri landeign í fasteignaskrá - Hvítidalur 1
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

 

21. Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 3 - 1902005F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

22. Fundargerðir Eiríksstaðanefndar 2019 - 1905009

Fundargerð frá 8. maí sl. lögð fram.

Tók til máls: Kristján.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

23. Byggðarráð Dalabyggðar - 224 - 1905001F

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

24. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 94 - 1905002F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

25. Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 5 - 1904005F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

26. Byggðarráð Dalabyggðar - 225 - 1906001F

Samþykkt samhljóða.

 

27. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 11 - 1905003F

Tóku til máls: Skúli, Einar Jón, Kristján.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

28. Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019 - 1902003

Fundargerð stjórnar frá 29. maí 2019 lögð fram.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

29. Aðalfundur Veiðifélags Laxdæla 2019 - 1903027

Fundargerð aðalfundar 2019 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

30. Staða kjarasamninga 2019 - 1905037

Kjaradeilu Sambands ísl. sveitarfélaga annars vegar og Eflingar og Starfsgreinasambandsins hins vegar hefur verið vísað til Ríkissáttasemjara.

Lagt fram til kynningar.

 

31. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2019 og ársreikningur 2018. - 1905014

Lagt fram

Lagt fram til kynningar.

 

32. XXXIV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1906009

Fundarboð vegna XXXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram. Landsþingið verður haldið þann 6. september.

Lagt fram til kynningar.

 

33. Skýrsla frá sveitarstjóra. - 1901014

Lögð fram til kynningar.

 

 

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 15. ágúst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45

 

 

 


 Til baka