Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna


 

Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna var stofnað haustið 2007. Markmið félagsins er að beita sér fyrir fornleifarannsóknum og nýsköpun í menningartengdri ferðaþjónustu á svæðinu. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir geta gengið til samstarfs félagsins og orðið fullgildir aðilar að því.

 

Í stjórn félagsins eru nú Björn Samúelsson á Reykhólum, Guðrún Alda Gísladóttir í Reykjavík og Halla Sigríður Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal.

 

Skýrslur um fornleifar í Dölum og Austur-Barðastrandasýslu.

Akureyjar á Breiðafirði 2009
Dysjar, leiði og haugar í Hörðudal 2011
Dysjar, leiði og haugar í Saurbæ 2011
Dysjar, leiði og haugar á Skógarströnd 2011
Forn gröf á Skipaeyri í landi Kinnarstaða 2011
Grettislaug á Reykhólum 2006
Haukadalur í Dölum 2009
Hergilsey á Breiðafirði 2009
Hofstaðir í Þorskafirði 2008
Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu 2009
Öxney á Breiðafirði 2009