Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Baðstofa frá Leikskálum í Haukadal


 

Stærsti munur safnsins er baðstofa frá Leikskálum í Haukadal.

 

Baðstofan var byggð einhvern tíma á bilinu 1885-1890 af Þorvarði Bergþórssyni (1836-1920) bónda í Leikskálum.

 

Í þessari baðstofu var búið til ársins 1973. Sumarið 1978 var hún tekin niður spýtu fyrir spýtu og sett upp aftur af Magnúsi Gestssyni safnverði.