Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Kirkjuhurð frá árinu 1731


 

Ein af fjórum elstu varðveittu kirkjuhurðum er til sýnis á Byggðasafni Dalamanna.

 

Hurðin er frá Staðarfelli á Fellsströnd og var notuð í tveimur kirkjum. Fyrst torfkirkju frá 1731-1802 og timburkirkju frá 1802 til 1892.

 

Timburkirkjan var aflögð árið 1892 en sumarið 1891 lét Hallgrímur Jónsson (1834-1903), bóndi á Staðarfelli reisa nýja kirkju á staðnum.

 

Þegar timburkirkjan var aflögð 1892 nýtti Hallgrímur viðinn úr henni til að byggja sjávarskemmu. Torfveggir voru að skemmunni, en framþilið var frá kirkjunni ásamt hurðinni. Árið 1967 var skemman fallin og var þá hurðin illa farin, vantaði efra spjald og yfirstykki.

 

Magnús Gestsson safnvörður gerði við hurðina eða stykkjaði hana upp. Dyraskreyting hurðarinnar er yngri en hurðin sjálf, talin frá því um 1850.