Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Ásmundur Gíslason Dalaskáld

1832-1889


 

Fæddist 1832 á Hóli í Norðurárdal. Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson og Guðleif Ásmundsdóttir.

 

Var lengi í Suðurdölum við barnakennslu ofl. Var síðast í Desey í Norðurárdal ásamt konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur.

 

Rímnaskáld og orti m.a. bændarímur um Miðdælinga. Auk þess er nokkuð til af lausavísum eftir hann.

 

Útgefið

Rímur af Ajax frækna 1881

Rímur af Goðleifi prúða 1913

 

 

Úr bændarímum Midælinga, ort um sr. Guðmund á Kvennabrekku.

Brekku kvenna best fær gáð

bókaspennir glaður,

fýsir menn á dyggð og dáð

drottins kennimaður.

 

Gáfuklerkur Guðmundur

glatar sterkum trega,

skylduverk sín vandaður

vinnur merkilega.

 

Dyggða ratar vissan veg,

vansæmd hatar alla

húsfrú Katrín heiðarleg,

hrósar glatar varla.