Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Bjarni Jónsson frá Vogi

1863-1926


 

Bjarni var fæddur 13. október 1863 í Miðmörk undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru sr. Jón Bjarnason og Helga Árnadóttir. Faðir Bjarna var prestur í Skarðsþingum 1873-1991, bjó þá lengst af í Vogi.

 

Bjarni lauk stúdentsprófi úr Latínuskólanum 1888. Cand. mag. prófi í þýsku og klassískum málum frá Hafnarháskóla 1894. Dvaldist því næst um hríð í Þýskalandi.

 

Var fyrst eftir heimkonuna stundakennari við Lærða skólann í Reykjavík 1895, síðar aukakennari, en vikið frá 1904. Ritstjóri Ingólfs 1903—1904. Viðskiptaráðunautur Íslands 1909-1913, er það starf var lagt niður. Skip. Varð dósent í latínu og grísku við Háskóla Íslands 1915 og gegndi því starfi til æviloka.

 

Þingmaður Dalamanna 1908-1926.

 

Vann alla ævi jöfnum höndum að ritstörfum og fékk styrk til þeirra 1914—1915 af opinberu fé. Hann var ritstjóri Ingólfs 1903—1904, Sumargjafar 1905—1908, Hugins 1907—1908, Þjóðviljans 1908, Æringjans 1908, Birkibeina 1911—1913, Fra Islands næringsliv 1914, Andvöku 1918—1920  og aftur 1923 og síðast Dagrenningar 1924.

 

Auk ljóðagerðar og annarra ritstarfa var hann afkastamikill þýðandi.


Fyrri kona Bjarna var Guðrún Þorsteinsdóttir, þau skildu. Börn þeirra voru Sigríður, Þórsteinn og Eysteinn.

 

Seinni kona Bjarna var Guðlaug Magnúsdóttir. Börn þeirra voru Bjarni, Magnús Helgi, Helga, Jón og Guðlaug.

 

Bjarni lést 18. júlí 1926.

 

Við Bjarna frá Vogi voru lengi vel kenndir vindlar sem voru framleiddir af Sigarenhandel A. Van Zanten í Hollandi. Vindlategund þessi var flutt inn til Íslands með hléum, en var líka seld í Hollandi. Vindlar þessir voru seldir á Íslandi allt fram á níunda áratuginn.