Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Jens Sæmundsson

1878-1949


 

Jens Sæmundsson var fæddur í Sælingsdal í Hvammssveit, sonur Sæmundar Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur á Hóli og víðar, síðast í Þrándarkoti í Laxárdal.  Jens ólst upp á Skerðingsstöðum hjá hjónunum Snorra Jónssyni og Maríu Magnúsdóttur.

 

Jens verður síðan trésmiður í Reykjavík, auk þess sem hann hefur all nokkrar tekjur af því að yrkja minningarljóð og tækifærisvísur. Kona hans var Guðný Guðmundsdóttir frá Barmi á Skarðsströnd og eignuðust þau fjögur börn.

 

Þrjár ljóðabækur eru til eftir Jens; Fjallarósir og morgunbjarmi 1906 (með Magnúsi Gíslasyni), Nokkrar tækifærisvísur 1919 og Kvæði 1920.