Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Ólafur hvítaskáld Þórðarson


 

Ólafur var sonur Þórðar Sturlusonar og því bróðir Sturlu Þórðarsonar á Staðarhóli.

 

Ólafur mun hafa verið lærður hjá Snorra Sturlusyni, föðurbróður sínum og var talinn einhver hinn lærðasti maður á sínum tíma.

 

Ólafur fór til Noregs 1237 og þaðan til Danmerkur, líklega vorið 1240. Gekk hann Valdimari konungi á hönd. Hann dvaldi mörg ár erlendis.

 

Eftir að hann kemur aftur til Íslands var hann lögsögumaður 1248-1250 og aftur 1252. Hann var súbdjákn að vígslu.

 

Hann bjó í Hvammi í Hvammssveit, síðan á Borg á Mýrum og í Stafholti.

Stofnaði síðan skóla fyrir prestsefni í Stafholti í Borgarfirði.

 

Ólafur var eitt af helstu hirðskáldum 13. aldar og var kallaður hvítaskáld. Orti m.a. kvæði um Hákon Noregskonung og Valdimar Danakonung, Skúla jarl og Þorlák biskup. Öll kvæði Ólafs eru nú týnd nema brot úr drápu þeirri er hann orti um Hákon konung.

 

Ólafur hefur kunnað bæði latínu og grísku og ber rit hans Málskrúðsfræði og Málfræðinnar grundvöllur vott um lærdóm hans.  

 

Ólafur dó 1259.