Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna
    
Skáldatal

Sturla Þórðarson 1214-1284


 

Sturla fæddist 29. júlí 1214. Hann var sonur Þórðar Sturlusonar.

 

Sturla varð afkastamikill sagnritari, en mesta verk hans má eflaust telja Íslendingasögu sem segir ítarlega frá atburðum 13. aldar, átökum og gegndarlausri valdabaráttu.

 

Sturla var einnig lögmaður nokkurt skeið en sagði sig frá því starfi og lifði í friði síðustu árin sín. Hann átti bú á Staðarhóli og bjó þar löngum, en síðustu árin bjó hann í Fagurey á Breiðafirði og eftirlét Snorra syni sínum Staðarhól.

 

Sturla Þórðarson lést í Fagurey 30. júlí 1284. Hann var fluttur að Staðarhóli og jarðsettur þar.