Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðasafn Dalamanna

Álfar hjá Ásgarði


 

Smalapiltur nokkur lék það að list og vana að kasta steinum í jarðholu eina sem er í álfhólnum hjá Ásgarði í Hvammssveit.

 

Þegar þessu hafði farið fram um hríð varð húsbóndi hans veikur; dreymdi hann þá einu sinni að huldumaður kæmi til sín og segði við sig að ef hann vildi verða heill heilsu aftur yrði hann að lumbra á smalanum sínum svo hann munaði um því hann lægi á því lúalagi að kasta grjóti inn í híbýli sín og hefði þegar meitt dreginn sinn illa á höfðinu með einum steininum.

 

Þegar bóndi hafði gjört eins og fyrir hann var lagt fékk hann aftur heilsuna.

Jón Árnason 1954. Þjóðsögur og ævintýri I, bls. 32.

Eftir séra Ólaf Johnsen