Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Barnavernd


Sveitarfélög gegna mikilvægu hlutverki í barnaverndarlögum og á vegum þeirra skulu starfa barnaverndarnefndir. 

 

Íbúafjöldi að baki hverri barnaverndarnefnd skal ekki vera undir 1500 íbúum. Því er sameiginleg barnaverndarnefnd, Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala, fyrir sveitarfélögin Dalabyggð, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp.

 

Daglega framkvæmd barnaverndarmála er hjá Félagsþjónustu Borgarbyggðar. Þangað skal beina öllum tilkynningum og öðrum erindum ætluðum Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.

 

Barnaverndarnefndir skulu kanna aðbúnað, hátterni og uppeldisskilyrði barna og meta þarfir þeirra barna sem ætla má að búi við óviðunandi aðstæður, sæti illri meðferð eða eigi í alvarlegum félagslegum erfiðleikum.

 

Barnaverndarnefndir skulu eftir aðstæðum beita úrræðum samkvæmt barnaverndarlögum til verndar börnum og tryggja þannig hagsmuni og velferð þeirra.