Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Dalabyggðar


 

Íbúagátt

Opnun íbúagáttarinnar er fyrsta skrefið í rafrænni þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Íbúagáttin verður í stöðugri þróun og eru íbúar hvattir til að kynna sér gáttina og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara.

 

Í íbúagátt Dalabyggðar hjá Island.is má sjá álagningu fasteignagjalda og útgefna reikninga. Eldri borgarar og þeir sem þess óska fá áfram senda reikninga og álagningu fasteignagjalda með pósti.

 

Hægt er að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar með ábendingar, hjálp við innskráningu eða spurningar. Netfangið er dalir @dalir.is eða í síma 430 4700 milli kl. 9 og kl. 13 alla virka daga. Svo er að sjálfsögðu hægt að koma við á skrifstofu Dalabyggðar kl. 10-14 og ræða málin.

 

Eyðublöð er að finna hér á heimasíðu Dalabyggðar.

Aðgangur að Mentor er hjá Auðarskóla.

 

Íslykill

Íslykill er hluti af innskráningarþjónustu Ísland.is og leysir veflykil ríkisskattstjóra af hólmi sem innskráningarleið hjá Ísland.is.

 

Íslykill er kennitala og lykilorð og er notaður á vefjum stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Undir þetta fellur íbúagátt Dalabyggðar.

 

Þjóðskrá Íslands gefur út Íslykil.  Allir geta fengið íslykil, bæði fólk og fyrirtæki. Ekkert aldurstakmark er á Íslykli. Íslykil er hægt að fá í heimabanka (tekur 5-10 mínútur), í bréfpósti á lögheimili (tekur 1-3 dagar) og í þjónustuveri Þjóðskrár Íslands.

 

Við fyrstu innskráningu með Íslykli er notandi beðinn að breyta lyklinum og gefa upp farsímanúmer og netfang. Farsímanúmer og netfang er notað þegar þörf er á auknu öryggi. Nýja lykilorðið þarf að vera "sterkt", þ.e. lágmark 10 stafir og blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum. Íslenskir stafir eru leyfðir. Ekki er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.

 

Handhafar rafrænna skilríkja á debetkortum geta skráð sig inn á "Mínar síður" á Ísland.is, valið "Stillingar" og búið til Íslykil.